Til eru margar gerðir af heyrnartækjum og verðbilið er þó nokkuð breitt.
Flestir framleiðendur bjóða upp á heyrnartæki í 3 verðflokkum og innan verðflokkanna eru ýmsar tegundir.
Val á verðflokki fer eftir dagsdaglegum þörfum og aðstæðum hvers og eins. Ef aðstæður eru krefjandi þá hefur einstaklingur meira gagn af heyrnartækjum í dýrari verðflokkum. Ef umhverfið gerir ekki miklar kröfur til viðkomandi þeim mun minni þörf er á dýrum tækjum. Þegar verðflokkarnir eru bornir saman milli framleiðenda er verðmunurinn ekki mikill.
Hjá HTÍ er verðbilið á heyrnartækjum frá 50.000 kr til 200.000 kr. Mikil þróun er í heyrnartækjum og fylgist starfsfólk HTÍ mjög vel með þeim en framleiðendurheyrnartækjanna sem eru til sölu hjá HTÍ senda okkur meðal annars reglulega upplýsingar oghalda fyrirlestra. Heyrnarfræðingur fer síðan yfir aðstæður hvers og eins og ráðleggur varðandi kaup á heyrnartækjum.