Skip to main content

Eyrnasuð

Hvað er eyrnasuð?

 

  • Eyrnasuð (tinnitus) er hvers kyns hávaði eða hljóð sem heyrist "inni í eyranu" eða "í höfðinu" og stafar ekki frá umhverfinu.
  • Vægt eyrnasuð er mjög algengt fyrirbæri. Næstum allir finna fyrir eyrnasuði eftir mikinn, hvellan hávaða eða jafnvel upp úr þurru. Yfirleitt hverfur svo suðið eftir smátíma.
  • Eyrnasuð er ekki sjúkdómur heldur einkenni einhvers sem truflar starfsemi eyrans eða heyrnartaugarinnar.
  • Orsakir geta verið fjölmargar. Sumar eru þekktar, aðrar óþekktar.
  • Langflestir þeir sem leita hjálpar vegna eyrnasuðs eru alheilbrigðir og suðið ekki einkenni um neitt alvarlegt heilsufarsvandamál.
  • Ýmiss konar próf eru notuð til að reyna að greina eðli og orsök vandamálsins.

 

Hvað er til ráða?

  • Stundum getur læknismeðferð komið að gagni, en því miður er oft erfitt að uppræta eyrnasuðið sjálft.
  • Stundum geta lyf dregið úr styrk suðsins eða hjálpað mönnum að umbera það. Slík lyf hafa hins vegar oft hliðarverkanir og er því varasamt að nota þau lengi.
  • Með viðeigandi greiningu er oft hægt að komast að uppruna eyrnasuðs. Getur greiningin ráðið miklu um hugsanlega meðferð.
  • Ef eyrnasuði fylgir heyrnartap er oft mælt með notkun heyrnartækis. Tækið magnar umhverfishljóð og deyfir yfirleitt eyrnasuðið um leið.
  • Stöku sinnum er mælt með notkun "suðara", þ.e. tækis sem drekkir eyrnasuðinu í stöðugum nið.
  • Margir hafa gagn af því að sofna út frá tónlist eða öðrum hljóðum ef eyrnasuð heldur fyrir þeim vöku. Einnig er hægt að fá sérstaka "suðara" á náttborðið til að deyfa eyrnasuðið. 

 

Áhrif eyrnasuðs

Flestir finna til eyrnasuðs án þess að taka það nærri sér. Yfirleitt er erfiðast að umbera eyrnasuðið þegar það gerir fyrst vart við sig. Smám saman læra menn að aðlagast suðinu en það getur tekið nokkra mánuði, jafnvel ár. Eyrnasuð getur hrjáð menn á ýmsa vegu og mætti nefna eftirfarandi:

  • léleg einbeiting
  • aukin spenna
  • þunglyndi
  • svefntruflanir
  • stirð samskipti við aðra


Yfirleitt dregur smám saman úr þessum leiðinlegu fylgifiskum eyrnasuðs. Ef þú finnur ekki fyrir bata skaltu hafa samband við okkur. Ef við getum ekki hjálpað er hugsanlegt að við getum bent á einhvern annan sem getur orðið að liði. 

 

Hvað er framundan?

 

  • Yfirleitt er eyrnasuð alls ekki einkenni alvarlegs sjúkdóms sem stofnar heilsu þinni í hættu.
  • Ekki er líklegt að langvarandi eyrnasuð hverfi með öllu. Hins vegar verður suðið yfirleitt ekki eins uppáþrengjandi þegar frá líður. Reynslan sýnir að í a.m.k. 10% tilfella minnkar suðið verulega eða hverfur alveg.
  • Eyrnasuð er bara tilgangslaus hávaði. Smám saman er hægt að umbera þennan hávaða rétt eins og annan umhverfishávaða.
  • Yfirleitt breytist ekki styrkur suðsins en langflestir læra að lifa með því, og auðvitað skiptir það mestu.
  • Ef þú ert með áhyggjur af suðinu og átt erfitt með að umbera það, hafðu þá endilega samband við okkur. Það er aldrei að vita nema við getum eitthvað hjálpað.

 

 

Sum vandamál leysum við ekki hjálparlaust. 

Áhyggjur, þunglyndi og reiði eru ekki óalgengir fylgifiskar eyrnasuðs. Stundum þurfum við einfaldlega að fá tækifæri til þess að tala við einhvern sem þekkir vandamálið af reynslu. 

Ef þú ert illa haldinn skaltu leita hjálpar. Við kunnum ef til vill ekki að uppræta vandamálið, en hugsanlega getum við aðstoðað þig við að lifa með því.

 

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline