Skip to main content

Lög

Lög um Heyrnar- og talmeinastöð.

 

1. gr.

Starfrækja skal Heyrnar- og talmeinastöð undir yfirstjórn ráðherra.

2. gr.

Heyrnar- og talmeinastöð annast þjónustu við heyrnarlausa, heyrnarskerta og þá sem eru með heyrnar- og talmein. Hlutverk Heyrnar- og talmeinastöðvar er m.a.:
1. Að sjá um heyrnarmælingar, greiningu og meðferð á heyrnar- og talmeinum.
2. Að veita faglega ráðgjöf og annast þjálfun og endurhæfingu heyrnarlausra, heyrnarskertra og þeirra sem eru með heyrnar- og talmein.
3. Að sinna forvörnum á starfssviði sínu í samvinnu við aðrar stofnanir eftir því sem við á.
4. Að útvega hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein og veita fræðslu og þjálfun í notkun þeirra. Stofnunin skal enn fremur sjá um viðhald og uppsetningu hjálpartækjanna.

5. Að stunda rannsóknir og sinna fræðslu á starfssviði sínu. Stofnunin skal safna upplýsingum um alla þá sem eru heyrnarskertir, heyrnarlausir eða eru með heyrnar- og talmein og öðrum tölfræðilegum upplýsingum sem nýtast við rannsóknar- og þróunarstörf. Um söfnun upplýsinga skal fara samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og reglum settum með stoð í þeim lögum og lögum um landlækni eftir því sem við á.

3. gr.

Ráðherra skipar forstjóra Heyrnar- og talmeinastöðvar til fimm ára í samræmi við ákvæði laga um heilbrigðisþjónustu. Forstjóri ræður aðra starfsmenn stofnunarinnar og skulu þeir hafa viðeigandi menntun á starfssviði stofnunarinnar. Heimilt er að kveða nánar á um menntunarskilyrði starfsmanna í reglugerð.

4. gr.

Við Heyrnar- og talmeinastöð skal vera fimm manna fagráð sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Fagráðið skal skipað þremur mönnum með menntun eða sérþekkingu á verksviði stofnunarinnar og tveimur fulltrúum notenda þjónustunnar. Fagráðið skal vera forstjóra til ráðuneytis um fagleg málefni og stefnumótun.

5. gr.

Ráðherra skal setja reglugerð um þátttöku ríkisins í kostnaði við hjálpartæki vegna heyrnar- og talmeina að höfðu samráði við Heyrnar- og talmeinastöð.

6. gr.

Sjúkratryggður einstaklingur samkvæmt lögum um sjúkratryggingar skal greiða gjald fyrir þjónustu Heyrnar- og talmeinastöðvar sem hér segir:
1. fyrir viðgerð á hjálpartækjum,
2. fyrir sérfræðilæknisþjónustu og rannsóknir samkvæmt ákvæðum laga um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, og reglum settum með stoð í þeim lögum,
3. fyrir greiningu á máltruflun, komu vegna endurmats hjá talmeinafræðingi og aðrar talrannsóknir.

Fyrir heyrnarrannsókn á vinnustað skal greiða gjald sem standa skal undir kostnaði stofnunarinnar við rannsóknina.
Ráðherra setur reglugerð um gjaldtöku samkvæmt grein þessari að höfðu samráði við forstjóra og fagráð Heyrnar- og talmeinastöðvar. Skal gjaldskráin taka mið af kostnaði við þjónustu og framkvæmd einstakra verkefna. Heyrnar- og talmeinastöð innheimtir gjöld þessi.
Þeir sem ekki eru sjúkratryggðir hér á landi samkvæmt lögum um sjúkratryggingar skulu greiða gjald sem nemur kostnaði við veitta þjónustu í samræmi við reglugerð sem ráðherra setur, nema í gildi sé samningur um þjónustuna við það ríki sem þeir koma frá.

7. gr.

Ráðherra er heimilt, í samræmi við ákvæði laga um heilbrigðisþjónustu, að fela öðrum aðilum með samningi að annast þá þjónustu sem greinir í 2. gr. eða hluta þeirrar þjónustu.

8. gr.

Ráðherra er heimilt í reglugerð að kveða nánar á um framkvæmd laga þessara.

9. gr.

Lög þessi öðlast gildi 1. september 2007.

 

Samþykkt á Alþingi 17. mars 2007.

Vista
Vefkökur samþykki og yfirlit
Við notum vefkökur til að betrumbæta notendaupplifun vefsins. Ef þú samþykkir ekki notkun vefkaka getur það bitnað á virkni og notkun hans.
Samþykki allar
Neita öllum
Lesa skilmála
Functional
Forrit sem eru notuð til að veita þér fleiri möguleika eins og til dæmis tengingu við samfélagsmiðla.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Samþykkja
Neita
Analytics
Forrit sem skráir og mælir skilvirkni vefsíðunnar. Greinir notkun gesta. Við notum þessar upplýsingar til að betrumbæta upplifun notenda.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Samþykkja
Neita