Skip to main content

Fyrir kennara

Kennarar sem koma á móts við nemendur með heyrnarskerðingu geta haft mikil jákvæð áhrif á stöðu barnanna í skólanum. Hvort sem barnið notar heyrnartæki eða ekki þá hefur heyrnarskerðingin áhrif á aðgengi barnsins að námi. Fræðsla er lykilþáttur í því að námsaðstæður og skólaumhverfi sé nemandanum í hag. Með litlum tilfæringum má hafa mikil áhrif á hljóðumhverfi skólastofunnar. Kennsluhættir sem stuðla að góðri hljóðvist og fjölbreyttum leiðum til þess að afla sér upplýsinga eru lykill að námi barnanna. Hér á síðunni er að finna fróðleikskorn og krækjur sem geta stutt kennara barna með heyrnarskerðingu. Á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og í Hlíðaskóla í Reykjavík starfa kennsluráðgjafar með reynslu af kennslu barna með heyrnarskerðingu sem geta stutt kennarana í starfi sínu.  Á leikskólanum Sólborg má sækja ráðgjöf fyrir starfsfólk leikskóla. 

 

Hildur Heimisdóttir

Kennsluráðgjafi HTÍ – Hildur Heimisdóttir er kennsluráðgjafi á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Hún getur heimsótt skólann og rætt við kennara um kennsluaðstæður og leiðir til þess að bæta þær, eða rætt við þá í síma eða netspjalli. Kennsluráðgjafi getur einnig komið í heimsókn í skólann og flutt þar erindi fyrir allt starfsfólk. Ef þú vilt hafa samband við Hildi getur þú sent henni póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringt í síma

Vista
Vefkökur samþykki og yfirlit
Við notum vefkökur til að betrumbæta notendaupplifun vefsins. Ef þú samþykkir ekki notkun vefkaka getur það bitnað á virkni og notkun hans.
Samþykki allar
Neita öllum
Lesa skilmála
Functional
Forrit sem eru notuð til að veita þér fleiri möguleika eins og til dæmis tengingu við samfélagsmiðla.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Samþykkja
Neita
Analytics
Forrit sem skráir og mælir skilvirkni vefsíðunnar. Greinir notkun gesta. Við notum þessar upplýsingar til að betrumbæta upplifun notenda.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Samþykkja
Neita