Þegar hljóðhimnan er heil er hægt að meta þrýsting í miðeyranu með þrýstimælingu. Það er gert með því að breyta þrýstingi í hlustinni.
Þrýstimæling gefur meðal annars upplýsingar um það hvort vökvi sé í miðeyranu. Einnig gefur mælingin vísbendingu um starfsemi kokhlustarinnar. Vökvi í miðeyra getur leitt til tímabundinnar heyrnarskerðingar, einkum á lágtíðnisviði. Stundum er því lýst eins og að vera með hellu eða bómull í eyrunum.
Mikilvægt er að leita ráðlegginga hjá lækni ef vökvi er í miðeyra.