Skip to main content

Verð á heyrnartækjum

Verð á heyrnartækjum er mismunandi eftir framleiðendum og útfærslu tækjanna. Heyrnarskerðing einstaklings og daglegar aðstæður viðkomandi ræður því hvaða tækjum heyrnarfræðingarmæla með í hverju tilviki. Nokkrir verðflokkar eru til, allt eftir því hve fullkomin tækin eru. Algengt er að hlutur sjúklings í heyrnartækjum sé á bilinu 150-300 þúsund krónur fyrir par af heyrnartækjum.

Verð á einu heyrnartæki 

Verð á einu heyrnartæki (með niðurgreiðslu) er á bilinu 35 þúsund - 230 þúsund krónur.

Greiðsluþátttaka ríkisins í heyrnartækjum er mismunandi og fer m.a. aldri og eftir heyrnarskerðingu viðkomandi.
Börn yngri en 18 ára fá heyrnartæki gjaldfrjálst.
Eldri en 18 ára með heyrnarskerðingu á bilinu 30-70dB fá fasta upphæð í niðurgreiðslu, nú 60.000 krónur á hvert tæki. Einstaklingur eiga rétt greiðsluþátttöku á 4 ára fresti. Upphæð greiðsluþátttöku var síðast endurskoðuð árið 2022.

Fólk með verri heyrn eða > 70dB á betra eyra fá síðan 80% af verði heyrnartækja niðurgreitt. Ígræðsluþegar njóta 90% greiðsluþátttöku.

Framleiðendur

Öll heyrnartæki sem Heyrnar-og talmeinastöð Íslands selur eru hágæða tæknivara frá helstu framleiðendum veraldar s.s. PHONAK, SIVANTOS (áður Siemens) og WIDEX.

kostnaður, verð, verð heyrnartækja