Skip to main content

Að byrja að nota heyrnartæki

Aðlögunartími

Það getur tekið nokkurn tíma að venjast því að vera með heyrnartæki. Þess vegna skiptir miklu máli strax í upphafi að gera sér grein fyrir því að það er fyrirhöfn að byrja að nota heyrnartæki. Það krefst vinnu og þolinmæði, bæði fyrir þann sem notar tækin og ekki síður fyrir þá sem hann umgengst daglega.
Þegar einstaklingur hefur fengið heyrnartæki fer hann að heyra aftur ýmis hljóð sem við viljum heyra en líka þau sem við oft og tíðum viljum ekki heyra. Það að heyra eigin rödd með heyrnartækjum eru mikil viðbrigði í fyrsta sinn. Það venst þó fljótt. Mikilvægt er að reyna markvisst að nota tækin allan daginn, við allar aðstæður.ánægðir heyrnartækjanotendur

Samskipti eru samvinna

Heyrnartæki nýtast best í samtölum við einstaklinga þar sem ekki er mikill annar hávaði. Þá geta tækin einnig nýst vel við að horfa á sjónvarp og hlusta á útvarp. Þegar þú færð heyrnartæki í fyrsta sinn er gott að láta vini og vandamenn vita að nú sért þú búin(n) að fá heyrnartæki og því þurfi ekki að hækka róminn þegar talað er til þín.
Sjónin er mikilvægur stuðningur fyrir þá sem eru heyrnarskertir og því skiptir miklu máli að snúa andlitinu að fólki þegar talað er við það og þess gætt að birta sé góð.

Æfingin skapar meistarann. Vertu því dugleg(ur) að nota tækin við mismunandi aðstæður. Farðu út að ganga og hlustaðu á hljóðin í náttúrunni. Æfðu þig í að lesa upphátt. Smátt og smátt finnurðu við hvaða aðstæður tækin hjálpa þér að heyra betur.
Skrifaðu hjá þér punkta um allar þær aðstæður eða hljóð sem þér finnst óþægileg og ræddu í næstu komu til heyrnarfræðings. Það er hægt að endurstilla heyrnartækin og einnig er nú hægt að setja upp sérstök kerfi fyrir mismunandi hlustunarskilyrði. Þá getur þú með einfaldri aðgerð skipt á milli kerfa, allt eftir því hvort að þú ert á eintali innanhúss, í fjölmenni eða t.d. að hlusta á tónlist.

 

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline