Skip to main content

Þróun máls og tals barna

Hlustun og skilningur

0 – 3 mánaða

 • Bregst við hljóðum
 • Þagnar eða brosir þegar þú talar til þess
 • Eykur eða minnkar sog sem viðbragð við hljóði
4 – 6 mánaða
 • Snýr höfði sínu á móti hljóðinu
 • Bregst við hljóðbrigðum í rödd þinni
 • Gefur gaum að leikföngum sem búa til hljóð
 • Gefur gaum að tónlist

7 – 11 mánaða

 • Skilur nei-nei
 • Hefur gaman að leikjum á borð við gjugg-í-borg
 • Snýr höfðinu markvisst í átt að hljóði
 • Hlustar þegar talað er til þess
 • Kannast við algeng orð eins og glasskór eða mjólk
 • Byrjar að bregðast við þegar sagt er t.d. Komdu hingað eða Viltu meira?

12 - 17 mánaða

 • Skoðar leikfang eða bók í a.m.k. 2 mínútur
 • Fylgir einföldum fyrirmælum sem studd eru látbragði
 • Bregst við einföldum spurningum
 • Bendir á þekkta hluti, myndir og fjölskyldumeðlimi þegar það er spurt

18 - 23 mánaða

 • Bendir á líkamshluta eins og nefið, munninn eða hárið
 • Fer að hlýða á stuttar sögur, vísur og söngva
 • Fylgir einföldum fyrirmælum án bendinga eða látbragðs
 • Skilur einfaldar athafnir eins og að borðaað sofa (lúlla) eða að detta

 2 – 2 ½ árs

 • Skilur forsetningar (afstöðuhugtök) á borð við inn íog ofan á
 • Skilur persónufornöfnin þú, mín, hans
 • Skilur lýsingarorðin stór, góður, vondur
 • Framfylgir fyrirmælum eins og Náðu í skóna þína

2 ½ – 3 ára

 • Barnið bregst við ef spurt er um hluti sem það þekkir en sér ekki, t.d. Náðu í boltann þinn og settu hann í kassann
 • Skilur mörg andstæð hugtök eins og heitt og kalt,upp og niður, inn og út
 • Skilur persónufornöfnin ég, þú, hennar o.fl.
 • Kann skil á grunnlitum eins og gulur,  rauður og blár
 • Þekkir magnhugtökin allir og meira

3 – 4 ára

 • Nýtur þess í síauknum mæli þegar lesið er fyrir það – vill gjarnan heyra oft sömu söguna
 • Hefur gaman af vísum og fáránlegum fullyrðingum, t.d. hesturinn flaug hátt upp í loft
 • Flokkar hluti og hugtök á myndum, t.d. matur, föt, dót, krakkar
 • Þekkir flesta liti

 4 – 5 ára

 • Skilur tiltölulega flóknar spurningar
 • Skilur mest af því sem talað er um heima og í leikskólanum

 5 – 6 ára

 • Getur fylgt margþættum fyrirmælum og framkvæmt þau. Dæmi: Taktu stóra rauða boltann og settu hann við hliðina á bláa kassanum
 • Skilur og getur útskýrt  atburðarás (fyrst gerðist..., svo..., en síðast....)
 • Skilur og hefur gaman af rími og rímsögum eins ogTóta tætibuskaHanda Gúndavél o.fl.

Tal

0 – 3 mánaða 
 • Hljóðmyndun ósjálfráð
 • Lýsir ánægju / óánægju með hljóðum
 • Hjalar
 • Brosir þegar það sér þig

4 – 6 mánaða

 • Leikur að hljóðum eykst
 • Byrjar að babbla; myndar hljóðarunur eins ogmamama, dadadada
 • Gefur í auknum mæli til kynna með röddinni þegar það er ánægt eða óánægt

7 – 11 mánaða

 • Babblið eykst og fjölbreytni hljóða verður meiri
 • Hermir eftir málhljóðum
 • Notar röddina til að fá athygli
 • Orð eða hljóðarunur eins og mamma og babba geta farið að bera í sér merkingu
 • Reynir að tjá sig með athöfnum og látbragði

12 - 17 mánaða

 • Eðlilegt er að það noti tvö til þrjú orð yfir persónur eða hluti en smám saman bætist við orðaforðann. Hvert orð getur haft fleiri en eina merkingu
 • Reynir að líkja eftir einföldum orðum

18 - 23 mánaða

 • Notar mest samhljóðin n, m, b, d, h með sérhljóðum
 • Segir allt frá 10 orðum upp í 90 (mikill einstaklingsmunur), t.d. skórsokkar eða mjólk. Framburður enn óskýr og geta orðin hljómað semþokka eða mokk
 • Hermir eftir nokkrum dýrahljóðum
 • Byrjar að tengja saman orð svo sem meira nammieða pabbi koma
 • Byrjar að nota einföldustu persónufornöfn eins ogmín eða minn

2 – 2 ½ árs

 • Segir a.m.k. 50 orð (er jafnvel með um 400 orð við 2 ½ árs aldurinn)
 • Notar sjálft persónufornöfnin hann og hún
 • Setningar lengjast, t.d. úr mamma koma (um 2 ára) í mamma koma heim (um 2 ½ árs)
 • Notar fleiri samhljóð og framburðurinn skýrist smátt og smátt

2 ½ – 3 ára

 • Notar sjálft persónufornöfnin ég, hann og hún
 • Talar í a.m.k. þriggja til fjögurra orða setningum
 • Biður um hluti með spurningu, t.d. Bíllinn minn? eðaHvar húfan mín?
 • Notar fleirtölu orða eins og bílar, dúkkur, boltar
 • Notar ákveðinn greini, t.d. stelpan, húsið, fíllinn
 • Getur myndað flest málhljóð. Á það til að sleppa samhljóði fremst í orði þótt það geti myndað sama hljóð í miðju eða aftast í orði. Ræður oft ekki við r,  s,  og  þ
 • Einfaldar samhljóðasambönd, t.d. skip verður gip oghestur verður hehtu og elda verður enda
 • Gera má ráð fyrir að nánustu aðstandendur skilji að mestu tal barnsins

3 – 4 ára

 • Spyr oft hvar – hver – hvað spurninga
 • Getur útskýrt á einfaldan hátt til hvers við notum einstaka hluti, t.d. gaffal eða bíl
 • Getur svarað spurningum á borð við Hvað gerir þú þegar þér er kalt?  eða Hvað gerir þú þegar þér er mál að pissa?
 • Notar þátíð veikra sagna, t.d. hoppaði, labbaði
 • Endurtekur stuttar setningar
 • Stundum endurtekur barnið sama hljóðið eða orðið, einkum í upphafi setninga. Kallast „smábarnastam“.  Þetta á sérstaklega við um aldurinn milli 2 ½ - 3 ½ árs
 • Telur upp að 5 og þekkir talnagildin 1-3 (réttir þrjá bolta ef beðið er um)
 • Getur endurtekið þrjár tölur í röð, t.d. 5  7  1 eða 6  5  2 o.s.frv.
 • Langflest málhljóð komin en barnið einfaldar gjarnan flókin samhljóðasambönd, t.d. skríða verðurgíða. Mörg börn hafa ekki náð tökum á  r,  s  eða  þ
 • Ókunnugir skilja mest af því sem barnið segir þegar það nálgast fjögurra ára aldurinn
 • Hefur a.m.k. 600 orð í orðaforða þegar nálgast fjögurra ára aldurinn
 • Notar -ði, og -di/ti þátíðarmynd, t.d. horfði, keypti(„kaupti“), týndi
 • Notar sterka beyginu þátíðar í vissum sögnum, t.d.var, datt, sá en notar þó veika beygingu sagna í flestum sterkum sögnum (t.d. lék verður leikti; hljópverður hlaupti o.s.frv.)
 • Notar flóknari fleirtölumyndir en áður, t.d. bækur, börn, blöðrur
 • Barnið getur tjáð sig um það sem það hefur verið að gera í leikskólanum eða heima hjá leikfélaga
 • Notar iðulega setningar sem innihalda fjögur eða fleiri orð

 4 – 5 ára

 • Notar setningar sem innihalda nákvæmar upplýsingar, t.d. Amma mín á heima í gulu húsi með rauðu þaki
 • Mjög aukinn orðaforði
 • Notar í auknum mæli sterkar beygingar sagna, t.d.las, drakk en setur samt oftar veika beygingu í stað sterkrar (sjá 3-4 ára)
 • Getur útskýrt hvernig á að gera hluti, t.d. að teikna mynd eða gera sig kláran í háttinn
 • Útskýrir orð eins og Hvað er handklæði? eða Hvað erepli?
 • Svarar hvers vegna spurningum
 • Talið er orðið vel skiljanlegt. Þó vantar sum börn rog s. Viss samsetning hljóða flækist enn fyrir barninu, t.d. blaðra verður blarðaútvarp verðurúbart og kartafla verður karpatla. Vænta má að barnið hafi náð tökum á framburði þessara orða um fimm ára aldurinn

 5 – 6 ára

 • Getur myndað a.m.k. átta orða setningar
 • Notar lengri og flóknari setningagerð (með aukasetningum og samtengingum, t.d. Þegar ég verð stór ætla ég að verða flugmaður og lögga)
 • Notar ímyndunaraflið til að bæta sögur sínar
 • Getur enn vantað r-hljóð. Fæst börn hafa náð tökum á hn eins og í orðinu hnífur
 •  
Vista
Vefkökur samþykki og yfirlit
Við notum vefkökur til að betrumbæta notendaupplifun vefsins. Ef þú samþykkir ekki notkun vefkaka getur það bitnað á virkni og notkun hans.
Samþykki allar
Neita öllum
Lesa skilmála
Functional
Forrit sem eru notuð til að veita þér fleiri möguleika eins og til dæmis tengingu við samfélagsmiðla.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Samþykkja
Neita
Analytics
Forrit sem skráir og mælir skilvirkni vefsíðunnar. Greinir notkun gesta. Við notum þessar upplýsingar til að betrumbæta upplifun notenda.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Samþykkja
Neita