Skip to main content

Heyrnarmælingar

Heyrnarmælingar – hvað er prófað, hvernig og til hvers?

Hvernig er heyrnarmæling framkvæmd? Heyrnarfræðingar nota mismunandi aðferðir og tæki til að mæla heyrn þína. Þessar mælingar geta skorið úr um það hvort að heyrn þín er skert og þá hversu mikið.

 

Viðtal

Heyrnarmæling hefst með viðtali við heyrnarfræðing sem spyr þig spurninga sem tengjast heyrn þinni s.s:

Hvernig upplifir þú heyrn þína?

Er heyrnin betri á öðru eyranu?

Hefur þú  unnið í hávaða?

Hefur þú orðið fyrir slysum sem gætu hafa haft áhrif á heyrnina?

Þá er spurt um fjölskyldusögu, eru ættingjar þínir heyrnarskertir? o.s.frv.

 

Skoðun

Rannsókn hefst með skoðun á eyrum með sérstöku áhaldi sem kallast eyrnasjá (otoscope).
Með tækinu getur heyrnarfræðingur kannað ástand hlustar og hljóðhimnu. Að lokinni skoðun er heyrnin síðan mæld. Heyrnarmæling fer fram í hljóðeinangruðu rými eða sérstökum hljóðeinangruðum heyrnarklefa.

Loftleiðnimæling

Loftleiðnimæling  (pure tone test) kannar hversu vel eyru þín nema mismunandi tíðni og styrk hljóða. Hljóðin eru spiluð í sérstök heyrnartól. Hvort eyra fyrir sig er prófað og með því að styðja á hnapp gefur þú til kynna hvaða hljóð þú heyrir. Út frá svörun þinni er gerð mynd (heyrnarrit) af því hvernig þú heyrir.  Markmið mælingarinnar er að fá fram heyrnarþröskuld, þ.e.a.s. lægsta tón sem þú nemur.

Beinleiðnimæling

Í mörgum tilvikum gera heyrnarfræðingar einnig beinleiðnimælingu (bone conduction test).
Lítið beinleiðnitæki er sett við höfuðkúpubeinið aftan við eyrað. Beinleiðnimælingar eru notaðar til að meta ástand kuðungsins, farið er framhjá miðeyranu. Ef miðeyrað er eðlilegt þá er enginn munur á loftleiðni- og beinleiðnimælingu. Hinsvegar ef miðeyrað er skert þá er beinleiðni betri en loftleiðni. Beinleiðnitækið kemur titringi á höfuðkúpuna sem kemur af stað bylgjuhreyfingunum í kuðungi innra eyrans. Líkt og við loftleiðnimælingu  ýtir þú á hnapp við hvert hljóð sem þú nemur.

Niðurstöður heyrnarmælingar

Heyrnarritið (audiogram) sýnir niðurstöður heyrnarmælinga (sjá mynd). Á ritinu má sjá heyrnartap á mismunandi tíðni heyrnarinnar. Lóðréttu tölurnar á ritinu tákna hljóðstyrkinn (dB HL) og tölurnar á lárétt ásnum tákna tíðni hljóðsins (Hz). Rautt O er tákn fyrir hægra eyra og blár X er tákn fyrir vinstra eyra. Heyrnarfræðingur mun skýra fyrir þér niðurstöður og ráðleggur um mögulegar aðgerðir.

heyrnarmaeling

Talgreining

Talgreining eru hluti af mælingarferlinu. Markmið talgreiningar er að athuga hversu vel þú greinir talað mál í kjöraðstæðum. Röð orða eru spiluð á þæginlegum hljóðstyrk og þú endurtekur öll orð eftir bestu getu.

Þrýstimæling

Þrýstimæling (tympanometry) er notuð til að meta ástand miðeyrans. Þessi mæling er framkvæmd þannig að tappi er settur í hlust og loftþrýstingi breytt í hlustinni. Hljóðhimna hreyfist við breytingu á loftþrýstingi, fyrst inn og svo út ef allt er eðlilegt. Þessi mæling krefst ekki svörunar frá þér.  

Aðstaða og hernarklefar sjá mynd

 

 

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline