Hvert skal leita?
Börn í leik- og grunnskóla eiga rétt á þjónustu talmeinafræðings síns sveitarfélags sé sú þjónusta til staðar. Vakni áhyggjur af málþroska hjá ungu barni sem ekki er byrjað á leikskóla skal leita til ung- og smábarnaverndar Heilsugæslunnar.
Sé barnið byrjað á leikskóla í sveitarfélagi þar sem þjónusta talmeinafræðings er til staðar skal sækja um málþroskamat hjá viðkomandi sveitarfélagi. Í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu starfa talmeinafræðingar sem sinna greiningu hinna ýmsu tal- og málmeina hjá börnum. Best er að hafa samband við sérkennslustjóra þess leikskóla sem barnið sækir sem getur þá sótt um málþroskamat fyrir barnið hjá talmeinafræðingum sveitarfélagsins.
Víða utan höfuðborgarsvæðisins starfa talmeinafræðingar innan sveitarfélagsins sem sinna málþroskamati hjá börnum sem þar eru búsett. Sé barnið byrjað á leikskóla en engin þjónusta talmeinafræðings til staðar hjá viðkomandi sveitarfélagi má sækja um málþroskamat hjá talmeinafræðingum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Tilvísun þarf að berast frá lækni eða hjúkrunarfræðingi.
Stofur sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga sinna greiningu á málþroska og öðrum talmeinum. Börn sem hafa fengið málþroskamat á vegum sveitafélags og falla undir viðmið Sjúkratrygginga Íslands um niðurgreiðslu til talþjálfunar. Foreldrar þurfa sjálfir að skrá barnið á biðlista á stofunum. Sjá lista yfir stofur hér fyrir neðan:
Stofur sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga
Nafn |
Póstnúmer |
Netfang |
Heimasíða |
Sími |
---|---|---|---|---|
Trappa |
105 Reykjavík |
|
trappa.is |
5556363 |
Talsetrið |
108 Reykjavík |
|
talsetrid.is |
- |
Okkar talþjálfun |
110 Reykjavík |
|
okkartal.is |
- |
Talstöðin |
200 Kópavogur |
|
- |
5445004 |
Talþjálfun Reykjavíkur |
201 Kópavogur |
|
talrey.is |
5535030 |
Talstofa |
210 Garðabær |
|
talstofa.blog.is |
5651221 |
Túlkun og tal |
220 Hafnarfjörður |
|
tulkunogtal.is |
8550770 |
Mál og tal |
220 Hafnarfjörður |
|
- |
5715342 |
Málstöðin |
220 Hafnarfjörður |
|
malstodin.is |
- |
Orð af orði talmeinastofa |
230 Reykjanebær |
|
- |
- |
Magdalena Gwozdziewska |
260 Reykjanesbær |
|
- |
7624628 |
Talþjálfun Mosfellsbæjar |
270 Mosfellsbær |
|
talmoso.is |
- |
Talþjálfun Vesturlands |
300 Akranes |
|
talvest.is |
- |
EKS talþjálfun |
600 Akureyri |
|
- |
4626690 |
Það er málið |
601 Akureyri |
|
- |
4613839 |
Talþjálfun Suðurlands |
800 Selfoss |
|
talsud.is |
- |
Sigríður Arndís Þórðardóttir |
850 Hella |
|
- |
- |
Talmál |
900 Vestmannaeyjar |
|
|
8977533 |
Sprogøre - fjarþjónusta |
Kaupmannahöfn |
|
sprogoere.dk |
|