Heyrnar-og talmeinastöð sinnir eftirlit barna með skarð í gómi frá 12 mánaða aldri. Barninu er vísað til talmeinafræðinga HTÍ gegnum talmeinafræðing Landspítalans svo foreldrar eiga ekki að þurfa að hafa samband að fyrra bragði. Talmeinafræðingar HTÍ fylgjast með hljóðmyndun og málþroska en einnig er eftirliti á heyrn sinnt á Heyrnar-og talmeinastöð. Ef þörf er á þjálfun fer hún fram á HTÍ í samvinnu við foreldra og dagforeldra eða leikskóla/skóla barnsins. 

Talmeinafræðingar HTÍ eru í teymi með lýtalækni, hjúkrunarfræðingi, háls-nef og eyrnalækni og talmeinafræðingi Landspítalans. 

HTÍ útbjó bækling þar sem upplýsingar eru um tal- og málþroska barna með skarð í gómi. Þú getur skoðað bæklinginn með því að smella á myndina eða hlaða honum niður á PDF formi. 

 

baeklingur fyrir foreldra barna med skard i gomi.pdf - Adobe Reader

Áður en barninu er vísað á Heyrnar-og talmeinastöð er því sinnt af talmeinafræðingi Landspítalans. Í bæklingnum hér að neðan eru upplýsingar um þjónustu þeirra

Þjónusta Landspítala við börn með skarð

 

Foreldrar barna með skarð í vör og/eða gómi eru með virka facebook-síðu; Breið bros og heimasíðu: http://bros.velkomin.is/

https://www.facebook.com/groups/105607916314/

https://www.facebook.com/CLAPACommunity/

https://acpa-cpf.org/

http://www.llg.dk/default.aspx?nodeid=61