Skip to main content

Saga Heyrnar- og talmeinstöðvar Íslands

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands tók formlega til starfa í byrjun árs 1979 samkvæmt lögum nr. 35 frá 1978. Upphaf stofnunarinnar má rekja til Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur en byrjað var að heyrnarmæla þar 1962. Zontaklúbbur Reykjavíkur, undir forystu frú Friede Briem, hafði um árabil barist fyrir málefnum heyrnarskertra og höfðu frumkvæði að innkaupum og innflutningi á tækjum og búnaði. Um þátt þeirra Zonta-kvenna er fjallað í þessari grein.

Árið 1962 var formlega stofnuð heyrnardeild við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur sem starfrækt var fram til ársins 1978 er Heyrnar- og talmeinastöðin tók til starfa. Erlingur Þorsteinsson, sérfræðingur í háls-nef og eyrnalækningum var ráðinn fyrsti læknir stöðvarinnar og með honum starfaði María Kjeld, en hún hafði verið kostuð af Zontaklúbbi Reykjavíkur til náms í heyrnarmælingum í Danmörku.

Fyrsti forstöðumaður var Gylfi Baldursson, heyrnarfræðingur. Stöðin flutti í núverandi húsnæði að Háaleitisbraut 1 (Valhöll) árið 1980. Starfsmönnum hefur fjölgað og starfsemin breyst á ýmsa lund síðustu 3 áratugina og húsnæði því orðið óhentugt og þröngt.

Áður hafði Félagið Heyrnarhjálp, sem stofnað var árið 1937, flutt inn heyrnartæki og selt og þjónustað þau. Félagið naut að hluta til styrks frá ríkinu og fór meðal annars reglulega í  ferðir út á land til að aðstoða heyrnarskerta. Allt fram til ársins 1994 sá félagið um innflutning á heyrnartækjum og keypti Heyrnar- og talmeinastöðin tækin af félaginu og fékk það þannig fé til rekstrar síns.

Heyrnarmælingar og úthlutun heyrnartækja var kjarnastarfsemi HTÍ lengst af en síðari árin hefur aukinn kraftur einnig verið settur í talmeinafræðisvið stöðvarinnar og mikið starf unnið í samvinnu við Háskóla Íslands við kennslu og þjálfun nýrra talmeinafræðinga auk þess sem sérfræðingar HTÍ sjá um greiningu og meðferð vissra forgangshópa sem ekki njóta þjónustu sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga.

Eftir sem áður eru heyrnarmælingar og greining heyrnar- og talmeina fyrirferðarmikill þáttur daglegrar starfsemi. Til okkar leita um það bil 7000 einstaklingar á ári hverju í ýmsum erindagerðum og starfsfólk HTÍ fer mikið út um land allt með fræðslu og þjónustu.

Tilkoma sjálfstætt starfandi söluaðila heyrnartækja (með breytingum á lögum 2006) hefur einnig aukið úrval þeirrar þjónustu sem heyrnarskertum stendur til boða og hætt er við að eftirspurn eftir heyrnarmælingum og þjónustu við heyrnartæki hefði annars löngu sprengt afkastagetu HTÍ.
Ný tækni hefur einnig breytt starfseminni. Síðustu 2 áratugina hafa svokallaðar kuðungsígræðslur gjörbreytt möguleikum heyrnarlausra til að öðlast heyrn, hvort heldur sem um er að ræða meðfætt heyrnarleysi eða vegna sjúkdóma eða slysa. HTÍ sér að öllu leyti um undirbúning, skipulag, framkvæmd og eftirfylgni við þessar aðgerðir í góðri samvinnu við Háls-nef og eyrnadeild Landspítalans, erlenda sérfræðinga og Sjúkratryggingar Íslands.

HTÍ hóf einnig markvissa skimun fyrir heyrnarmeinum hjá nýburum síðustu árin og á árinu 2015 reiknum við með að ná að mæla yfir 95% fæddra barna á árinu. Öll börn sem mælast með afbrigðilega heyrn eru þegar send í áframhaldandi mælingar og greiningu hjá stöðinni. Afar mikilvægt er að ná að greina heyrnarskerðingu/-leysi sem fyrst svo að snemmtæk íhlutun geti borið sem bestan árangur.

Lögum um Heyrnar- og talmeinastöðina var breytt 1997 og aftur 2001 og þau felld inn í lög um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990

 

 

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline