Talmeinasvið
Á talmeinasviði Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands (HTÍ) starfa þrír talmeinafræðingar í þremur stöðugildum. Starf talmeinafræðinga á HTÍ er fjölbreytt en þeir skjólstæðingar sem talmeinafræðingar sinna helst eru heyrnarskertir einstaklingar, bæði börn og fullorðnir, sem og börn fædd með skarð í vör og/eða gómi. Á HTÍ er áhersla lögð á þverfaglegt starf við sérfræðinga innan HTÍ og utan stofnunnarinnar, gagnreyndar aðferðir við greiningu og meðferð.
