
Dagur heyrnar 3.mars 2025
3.mars er alþjóðlegur dagur heyrnar. Hvert ár er valið ákveðið þema í tilefni dagsins í ár er þemað Breytt viðhorf, gættu réttinda þinna.
Markmið dagsins er að vekja fólk til umhugsunar um eigin ábyrgð á heyrnarheilsu. Sjónum er sérstaklega beint að unga fólkinu en samkvæmt útreikningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (e. World Health Organization eða WHO) eru 1.000.000.000 ungmenni í áhættuhópi um að þróa með sér heyrnarskerðingu í kjölfar hlustunar á tónlist með háum hljóðstyrk í langan tíma í senn eða þátttöku í tölvuleikjum með háum hljóðstyrk.
Í tilefni dagsins hefur Heyrnar- og talmeinastöð látið prenta veggspjöld sem minna á ábyrgð hvers og eins á eigin heyrnarheilsu.
Með því að smella á veggspjöldin getur þú hlaðið þeim niður.
Dagur heyrnar síðustu ár
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands hefur tekið virkan þátt í degi heyrnar undanfarin ár. Hér má finna ýmislegt fróðlegt frá fyrri árum.
2021 - Heyrnarvernd fyrir alla
2022 – Örugg hlustun – bæklingar og veggspjöld
2023 – Heyrnarheilbrigði fyrir alla
2024 – Breytt viðhorf – Gerum heyrnarþjónustu aðgengilega fyrir alla.
Dagur heyrnar í kennslustofunni.
Í Aðalnámskrá Grunnskóla eru ýmis hæfniviðmið sem tengjast heyrninni og upplagt að snúa sér að þeim á degi heyrnar. Flest tengjast þau náttúrufræði.
Hæfniviðmið 4. bekkur
Við lok 4. bekkjar getur nemandi:
- útskýrt á einfaldan hátt byggingu og starfsemi mannslíkamans.
- lýst eiginleikum hljóðs og ljóss og ýmsum fyrirbærum með tilliti til hljóðs og lita.
Við lok 7. Bekkjar getur nemandi:
- lýst helstu líffærakerfum mannslíkamans og starfsemi þeirra í grófum dráttum,
- lýst bylgjuhreyfingum og rætt nýtingu hljóðs og ljóss í tækni og atvinnulífi
Við lok 10. Bekkjar getur nemandi:
- útskýrt hlutverk helstu líffæra og líffærakerfa mannslíkamans, gerðir frumna, líffæri þeirra og starfsemi.
- útskýrt hvernig einstaklingur getur stuðlað að eigin velferð með ábyrgri neyslu og hegðun.
- sýnt styrk til að bera ábyrgð á eigin lífi, lífsháttum og heilbrigði.
Námsefni þar sem fjallað er um heyrnina
Mynd sem inniheldur texti, skjámynd
Lýsing sjálfkrafa búin tilÍ 2.kafla í námsbókinni Halló heimur 2 er fjallað um heyrnina og hljóð. Í kennsluleiðbeiningunum er stungið upp verkefnum og tilraunum sem tengjast hljóði.