Skip to main content

Börn með heyrnarskerðingu

Talmeinafræðingar koma að þjónustu barna með greinda heyrnarskerðingu eða heyrnarleysi. Unnið er náið með heyrnarfræðingum og háls- nef og eyrnalæknum stofnunarinnar, ásamt öðrum fagaðilum utan hennar. Öllum börnum sem greind eru með heyrnarskerðingu (og hafa hafið heyrnartækjameðferð) er vísað til talmeinafræðings. Skv. viðmiðum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þá er snemmtæk íhlutun heyrnarskertra barna afgerandi liður í því hvernig þeim vegnar í málþroska, námi og félagsfærni1. Heyrn eða aðgangur heyrnrænna upplýsinga til heilans er meginforsenda þess að máltaka á talmáli geti átt sér stað.  Mikilvægt er því að hefja snemmtæka íhlutun sem fyrst. Ráðgjöfin er foreldramiðuð og einna helst fyrstu árin þar sem lögð er áhersla á mikilvægt hlutverk foreldra sem helsti stuðningur fyrir barnið. 

Skólabörn frá 6-10 ára eru í reglulegu eftirliti talmeinafræðings. Þau eru kölluð inn árlega til viðtals og endurmats á málþroska. Sum börn fá þjónustu hjá talmeinafræðingum á stofu ef það er val foreldra. Heyrnarskert skólabörn stunda nám í skólum um allt land en kuðungsígræðslubörn eru mörgí Hlíðarskóla. Talmeinafræðingur HTÍ kemur vikulega í skólann og sinnir talþjálfun fyrir þau börn.

 

Áhrif heyrnarskerðingar á málþroska ungra barna:  

Þróun heyrnarinnar tengist þróun heilans. Þegar boð frá eyrunum berast ekki til heilans fær barnið ekki þá málörvun sem það þarf. Þó að eyrað sé fullþroskað við fæðingu eru taugabrautir innan heilans ekki fullmótaðar. Það sama á við um þau svæði heilans sem sjá um málskilning og þróun talmáls. Heyrnin þróast þegar í móðurkviði og hljóðupplifun barnsins heldur áfram eftir fæðingu. Því fyrr sem byrjað er að meðhöndla barnið vegna heyrnarskerðingarinnar því meiri eru möguleikarnir á að málþroski barnsins verði aldurssvarandi. 

Tenglar: 

Aussie deaf kids - https://www.aussiedeafkids.org.au/

Hearing first - https://hearingfirst.org/

Little ears - http://littleears.com.au/

Vista
Vefkökur samþykki og yfirlit
Við notum vefkökur til að betrumbæta notendaupplifun vefsins. Ef þú samþykkir ekki notkun vefkaka getur það bitnað á virkni og notkun hans.
Samþykki allar
Neita öllum
Lesa skilmála
Functional
Forrit sem eru notuð til að veita þér fleiri möguleika eins og til dæmis tengingu við samfélagsmiðla.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Samþykkja
Neita
Analytics
Forrit sem skráir og mælir skilvirkni vefsíðunnar. Greinir notkun gesta. Við notum þessar upplýsingar til að betrumbæta upplifun notenda.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Samþykkja
Neita