Það þarf að þrífa hlustarstykki reglulega til að hreinsa burtu raka og eyrnarmerg.

Leiðbeiningar um hvernig hreinsa á hlustarstykki.

  1. Hlustarstykkið og slangan eru losuð frá heyrnartækinu.
  2. Hlustarstykkið er skolað með volgu vatn.
  1. Hlustarstykkið og slangan eru lögð í skál með mildu sápuvatni.
  2. Látið liggja í 5 - 10 mínútur, þannig að óhreinindi og eyrnarmergur leysist upp. Notið ekki oddhvassa hluti við að hreinsa hlustarstykkið.
  1. Skolið hlustarstykkið undir rennandi vatni.
  1. Þurrkið hlustarstykkið með mjúkum klút. Best er að fjarlæga vatn með því að nota belg. Oddinum á belgnum er stungið inn í slönguna og blásið þar til allir vatnsdropar eru horfnir. Ef það er loftrás  hlustarstykkinu þarf að einnig að blása í gegnum hana.
  2. Hlustarstykkinu með slöngunni er komið fyrir á heyrnartækinu aftur. Slangan sem tengir saman heyrnartækið og hlustarstykkið á alltaf að vera mjúk. Ef slangan er hörð eða farin að gulna þarf að skipta um hana.