Skip to main content

HVAÐ ER EÐLILEGT Í MÁLÞROSKA TVÍTYNGDRA BARNA?

Öll börn eru einstök. Það fer eftir ytri aðstæðum og hversu mikið tungumálin eru töluð í návist barnsins hvernig það þróar með sér tvítyngi. Málþroskinn, í hvoru tungumáli fyrir sig, fylgist ekki endilega að. Eins og hjá flestum eintyngdum börnum koma fyrstu orðin í kringum 1 árs aldurinn. Um 2 ára eru þau yfirleitt farin að nota stuttar (2 orða) setningar. Tvítyngd börn geta blandað saman málfræðireglum beggja málanna á ákveðnum tímabilum, eða þau geta blandað tungumálunum saman í sömu setningunni. Þetta telst eðlilegt í þróun tvítyngis. Ef annað tungumál kemur inn í málheim barnsins eftir 1-2 ára aldur geta þau „þagnað“ í dálítinn tíma, stundum nokkra mánuði. Mikilvægt er að tvítyngd börn skilji bæði tungumálin og mikilvægt er að þegar tvítyngd börn fara að mynda 3-4 orða setningar þá blandi þau ekki saman málfræði- eða setningarfræðireglum.

Ef tvítyngd börn eru sein til máls í báðum tungumálunum og ná ekki ákveðnum „áföngum“ í máltökunni er gott að leita ráðgjafar hjá talmeinafræðingi.

Sjá nánar til dæmis grein eftir Elínu Þöll Þórðardóttur í Talfræðingnum 2004 („Tvítyngi er ekkert að óttast“).

Geta allir sent inn beiðni til talmeinafræðings á Heyrnar-og talmeinastöð?
Læknir eða hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu barnsins. Talmeinafræðingur eða sálfræðingur getur einnig vísað. Börnum sem býðst athugun á málþroska á HTÍ eru:

·         Börn sem heyrnarskerðingu. 

·         CODA börn, það er heyrandi börn heyrarlausra foreldra

·         Börn sem fæðast með skarð í gómi eða vör. 

·         Börn sem fá slaka útkomu á PEDS í 18 mánaða skoðun heilsugæslunnar. Mælst er með því að hjúkrunafræðingur sæki rafrænt um á heimasíðu HTÍ. 

·         Börn utan af landi þar sem viðunandi úrræði eru ekki í heimabyggð

Vista
Vefkökur samþykki og yfirlit
Við notum vefkökur til að betrumbæta notendaupplifun vefsins. Ef þú samþykkir ekki notkun vefkaka getur það bitnað á virkni og notkun hans.
Samþykki allar
Neita öllum
Lesa skilmála
Functional
Forrit sem eru notuð til að veita þér fleiri möguleika eins og til dæmis tengingu við samfélagsmiðla.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Samþykkja
Neita
Analytics
Forrit sem skráir og mælir skilvirkni vefsíðunnar. Greinir notkun gesta. Við notum þessar upplýsingar til að betrumbæta upplifun notenda.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Samþykkja
Neita