Skip to main content

Glæsilegir fulltrúar heyrnarlausra kuðungsígræðsluþega

Okkur langar að vekja athygli á grein sem birtist nýverið í Morgunblaðinu, en þar er rætt við bræðurna Óla Þór og Nóa ásamt foreldrum þeirra, þeim Sigurjóni og Andreu.

Piltarnir voru að útskrifast úr grunnskóla og menntaskóla og þeir hafa sýnt og sannað að heyrnarlausum eru allir vegir færir og geta sótt almenna skóla líkt og heyrandi félagar þeirra. Báðir fæddust þeir bræður heyrnarlausir en fengu heyrn með s.k. kuðungsígræðslutækni sem kemur í stað náttúrlegrar heyrnar. Við óskum þeim innilega til hamingju með enn einn áfangann í sínu lífi.

Foreldrar þeirra vekja máls á þeim mikla kostnaði sem fylgir heyrnarbúnaði, viðhaldi og endurnýjun. Benda þau á brotalöm í reglugerðum um niðurgreiðslu heyrnartækja og kalla eftir endurskoðun og úrbótum. Heyrnar-og talmeinastöð Íslands hefur umsjón með öllum kuðungsígræðslum sem og innflutningi og annast eftirlit með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga í kuðungsígræðslutækjum.
Þó að tækjabúnaður sé vissulega mjög dýr þá er auðvelt að færa rök fyrir því að þau lífsgæði sem þau veita heyrnarlausum og sá kostnaður sem þau geta sparað á lífsleiðinni (sjálfstætt líf, engin þörf á táknmálstúlkun við leik og störf o.s.frv.) gera meira en að vega upp á móti þessum kostnaði. Hins vegar er það rétt sem foreldarnir benda á að börn fá ígræðslu á bæði eyru en fullorðnir (sem missa heyrn á fullorðinsaldri) fá yfirleitt einungis ígræðslu á annað eyrað. Það veldur því að þegar einstaklingur nær 18 ára aldri þarf viðkomandi að standa straum af 10% af endurnýjunarkostnaði við ytri heyrnarbúnað af BÁÐUM EYRUM sem er þ.a.l. tvöfaldur kostnaður á við aðra fullorðna ígræðsluþega.

Á sama máta má spyrja sig hvort að kostnaður samfélags eigi að koma í veg fyrir að fullorðnir megi fá heyrn á báðum eyrum með þessari tækni. Nægir fólki að hafa þetta skynfæri að hálfu leyti?  Hverjum mundi t.d. láta sér detta í hug að fjarlægja vagl af aðeins öðru auganu ef sjúklingur væri að blindast á báðum vegna slíks sjúkdóms?

 

Reikna má með að reglugerð verði endurskoðuð á næstu misserum og eflaust mun hinn sívaxandi hópur kuðungsígræðsluþega ýta frekar á úrbætur í þessum efnum.

Um kuðungsígræðslur:

Ígrædd heyrn eða s.k. kuðungsígræðsla var fyrst framkvæmd í heiminum fyrir um 50 árum síðan en það verður fyrst um aldamótin 2000 sem tæknin er komin á það stig að heilbrigðisyfirvöld samþykkja aðgerðir sem viðurkennt úrræði við meðfæddu heyrnarleysi og þegar fullorðnir missa heyrn s.s. vegna heilahimnubólgu eða annarra sjúkdóma. Nú hafa hundruðir þúsunda um allan heim fengið að njóta þessarar tækni og hér á landi er fjöldi kuðungsígræðsluþega orðinn um 110 manns á öllum aldri.

Við kuðungsígræðslu er örmjór þráður með rafskautum þræddur inn í kuðung innra eyrans og sérstök heyrnartæki utan á höfðinu sem og tölvubúnaður sem græddur er undir húðina aftan við eyrun umbreytir hljóði í sérstök merki sem send eru í rafskautin í kuðungnum. Þessi boð eru síðan numin af heyrnartauginni sem flytur þau til heyrnarsvæða heilans og hann lærir að túlka þau sem hljóð.

 

birt: júní 2019

Vista
Vefkökur samþykki og yfirlit
Við notum vefkökur til að betrumbæta notendaupplifun vefsins. Ef þú samþykkir ekki notkun vefkaka getur það bitnað á virkni og notkun hans.
Samþykki allar
Neita öllum
Lesa skilmála
Functional
Forrit sem eru notuð til að veita þér fleiri möguleika eins og til dæmis tengingu við samfélagsmiðla.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Samþykkja
Neita
Analytics
Forrit sem skráir og mælir skilvirkni vefsíðunnar. Greinir notkun gesta. Við notum þessar upplýsingar til að betrumbæta upplifun notenda.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Samþykkja
Neita