Fróðleikur um kuðungsígræðslur (CI)

ci1Því miður er enn nokkur andstaða gegn ígræddri tækni sem beitt er við heyrnarleysi og alvarlegu heyrnartapi eða svokölluðum kuðungsígræðslum fyrir heyrnarlausa og þá sem missa heyrn. Einkum eru ýmsir á móti slíkum aðgerðum á ungum börnum og bitnar sú andstaða oft á foreldrum sem kjósa ígrædda tækni til að veita heyrnarlausum börnum sínum aðgang að heyrnarheimi í gegnum þessa tæknilausn.

Kuðungsígræðslur eru nýleg uppfinning og tilraunir með fyrstu ígræðslur hófust fyrir aðeins 60 árum en með bættri tækni og framförum í skurðlækningum hafa kuðungsígræðslur orðið viðurkennd meðferð fyrir alla sem fæðast heyrnarlausir eða tapa heyrn s.s. vegna sjúkdóma.

Mars 2017

Framfarir í heyrnarbætandi aðgerðum hafa verið stórstígar síðustu áratugina og varla hægt að finna samsvarandi þróun á öðrum sviðum læknisfræðinnar. Kuðungsígræðslur eru án efa stærsta framfaraskref síðari tíma þegar kemur að því að endurskapa skynfæri. Hundruðir þúsunda einstaklinga um víða veröld, börn og fullorðnir, njóta nú heyrnar fyrir tilstilli þessarar ígræðslutækni. Heyrnarleysi þýðir í raun allt annað í dag en fyrir nokkrum áratugum síðan. Með ígræddum heyrnartækjum hefur orðið bylting í meðferð alvarlegrar heyrnarskerðingar og heyrnarleysis. Og framþróunin heldur áfram. Nú í lok febrúar var haldinn alþjóðlegur dagur heyrnarígræðsla og því rétt að rifja aðeins upp tilurð tækninnar og reynslu síðustu áratuga.

Nýleg grein í hinu virta enska dagblaði, The Observer, vakti athygli okkar og því setjum við hlekk á greinina hér:

Bionic ears: let's hear it for cochlear implants…

 

Vel heppnaður fræðslufundur um kuðungsígræðslur í samvinnu við Félag Heyrnarlausra og Heyrnarhjálp. HTÍ, Félag Heyrnarlausra og Heyrnarhjálp tóku nýlega höndum saman og héldu fræðslufund um starfsemi HTÍ og sérstaklega um s.k. kuðungsígræðslur (ígrædd heyrnartæki).  Fundurinn var haldinn föstudaginn 2.maí s.l. í húsnæði Félags Heyrnarlausra og var vel sóttur. Alls sóttu um 70 manns fundinn. Fundarstjóri var Hjördís Anna Haraldsdóttir. 

Kuðungsígræðslur nú framkvæmdar á Íslandi og senn munu íslenskir sérfræðingar sjá um aðgerðirnar

Viðtal við Evu Karltorp, sérfræðing í eyrnaskurðlækningum - febrúar 2014

 

Þrír einstaklingar gengust undir kuðungsígræðslur á Íslandi nú í byrjun febrúar. Aðgerðirnar voru framkvæmdar af sænskum sérfræðingi, Dr Eva Karltorp, sérfræðingi í eyrnaskurðlækningum við Karolinska sjúkrahúsið í Huddinge í Svíþjóð. Þetta er í fimmta sinn sem hún kemur til Íslands til að framkvæma slíkar aðgerðir og því tímabært að taka hana tali og fræðast meira um þessar aðgerðir. Eva og kollegi hennar í Huddinge, Anders Freijd, hafa gert flestar aðgerðirnar á íslenskum ígræðsluþegum eða á 63 einstaklingum alls.

Snemmtæk íhlutun með kuðungsígræðslu gefur bestan árangur

Kuðungsígræðsla hefur mest áhrif ef framkvæmd nógu snemma. Þetta sýnir rannsókn á börnum með heyrnartap áður en málþroski hefst.

Börn með alvarlegt sensorineural-heyrnartap ná mestri framför ef heyrnartap þeirra uppgötvast snemma og kuðungsígræðsla (Cochlear Implant, CI) er framkvæmd eins fljótt og unnt er og einnig með því að nota blandaða tjáskipta-meðferð með tali og hljóðum. Þetta sýna tvær nýlegar rannsóknir.