Snemmtæk íhlutun með kuðungsígræðslu gefur bestan árangur

Kuðungsígræðsla hefur mest áhrif ef framkvæmd nógu snemma. Þetta sýnir rannsókn á börnum með heyrnartap áður en málþroski hefst.

Börn með alvarlegt sensorineural-heyrnartap ná mestri framför ef heyrnartap þeirra uppgötvast snemma og kuðungsígræðsla (Cochlear Implant, CI) er framkvæmd eins fljótt og unnt er og einnig með því að nota blandaða tjáskipta-meðferð með tali og hljóðum. Þetta sýna tvær nýlegar rannsóknir.

 

Tvö ígrædd tæki betra en eitt

Í fyrri rannsókninni voru 25 börn með tvíhliða kuðungsígræðslu (ígræðsla í bæði eyru) borin saman við 25 börn með einhliða (ígræðsla í annað eyrað) kuðungsígræðslu. Rannsóknin, sem var framkvæmd í Belgíu og Hollandi, sýndi að börn með kuðungsígræðslu á báðum eyrum stóðu sig mun betur í bæði hlustuðum og töluðum tungumálaprófum en börn með einhliða kuðungsígræðslu.

Rannsóknin sýnir einnig að það skiptir máli hvort að ígræðslur eru framkvæmdar samtímis, með styttra millibili eða eftir lengra hlé. Börnin sem fengu báðar kuðungsígræðslur á sama tíma náðu bestum árangri í munnlegum prófum, samanborið við þá sem höfðu fengið ígræðslur á mismunandi tímum. Einnig hefur verið sýnt fram á stutt millibil á milli aðgerða er betra en lengra hlé.

Skýrar framfarir

Seinni rannsóknin sýndi að börn á aldrinum 10-17 ára, með einhliða kuðungsígræðslu (aðeins á öðru eyranu) og meðfædda heyrnarskerðingu sýndu augljósa framför í hlutlægum heyrnarprófum á fyrsta ári eftir að hafa fengið ígræðsluna.

Börn sem höfðu fengið kuðungsígræðslu á unga aldri og fyrst og fremst notað talmál til samskipta áður en þau fóru í aðgerðina sýndu einnig betri árangur en jafnaldrar þeirra og samanburðarhópur í prófunum .

Heimild : www.modernmedicine.com