Er nám í HEYRNARFRÆÐI eitthvað fyrir þig ?
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands hvetur unga námsmenn sem leita sér nú að framhaldsnámi með öruggt og skemmtilegt framtíðarstarf í huga að íhuga nám í heyrnarfræði.
Heyrnarfræði er kennd við háskóla í flestum nágrannalöndum okkar og hér á eftir koma hlekkir á námsleiðir nokkurra háskóla á Norðurlöndum og Bretlandi.
Þér er velkomið að hafa samband við okkur hjá HTÍ ef þú vilt frekari leiðbeiningar eða svör við spurningum.
Skráningar í nám næsta haust opna nú í mars og apríl !
Lesa meira um nám í heyrnarfræði
1Þú átt erfitt með að skilja hvað aðrir segja
Þú heyrir hljóðin en greinir ekki orðin
2Þú átt erfitt með að heyra í hávaða
Veislur, veitingahús, samkvæmi, erfið hlustunarskilyrði sem geta reynst heyrnarskertum erfið
3Þú skilur illa raddir barna og kvenna
Heyrnarskertir eiga oft erfitt með að greina raddir sem eru á hærra tíðnisviði eða veikari
4Þú skiptir oft um eyra í símtölum
Að skipta í sífellu um eyra þegar hlustað er í síma getur bent til erfiðleika og þreytu vegna heyrnarskerðingar
5Þú ert með suð eða són í eyrum
Eyrnasuð(tinnitus)er algengt meðal heyrnarskertra
6Þú þreytist fljótt í samræðum
Ef mikil einbeiting við að hlusta á samræður leiðir til líkamlegrar og andlegrar þreytu er ástæðan skert heyrn
7Þú ert með sjónvarp of hátt stillt fyrir aðra
Ef þú þarft sífellt að hækka í sjónvarpinu eða aðrir biðja þig um að lækka í því ert þú líklega með skerta heyrn
8Aðrir segja þig tala of hátt eða óskýrt
Skert heyrn breytir því hvernig þú skynjar og heyrir hljóð og jafnvel eigin rödd og eigin framburð
Afgreiðslutími
Miðvikudaga og fimmtudaga frá kl: 9:45 - 16:00
Tímabókanir: í síma 581-3855 (takið fram að um bókun á Akureyri sé að ræða)
Nauðsynlegt er að eiga bókaðan tíma.
Tekið er á móti biluðum tækjum, seldar rafhlöður og fleiri fylgihlutir frá klukkan 12:30 til 13:00 á fimmtudögum.
Hafnarstræti 99 4. hæð 600 Akureyri
Afgreiðslutími
Mán - fim: 8-16
Föstudaga : 8-13
Skiptiborð opið
Mán - fim: 8-15
Föstudaga: 8-13
Athugið! Tíma hjá lækni, heyrnarmælingar og aðstoðartíma vegna heyrnartækja eða hlustarstykkja er hægt að bóka alla virka daga.
Viðgerðir: Öll tæki sem þarfnast viðgerðar eða þjónstu er hægt að skilja eftir hjá okkur í afgreiðslu í þar til gerðum umslögum.