Snjallsímar og tengivandræði milli Phonak apps og heyrnartækja
Við uppfærslu á hugbúnaði síma eða snjallforrita dettur stundum út tengingin við heyrnartækin. Þá er best að byrja alveg á byrjuninni – með því að eyða út appinu og Bluetooth stillingum sem varða heyrnartækin þín.
- Opnaðu Phonak appið.
- Veldu My Hearing Aids / Heyrnartækin mín
- Neðst á þeirri valmynd velur þú Forget devices. Og síðan Yes, forget.
- Lokaðu núna appinu og eyddu því úr símanum. Ekki er nóg að henda því bara af skjánum, þú þarft að vera viss um að eyða því út úr símanum þínum.
- Núna ferðu í Settings/Stillingar í símanum þínum.
- Veldu Bluetooth
- Í listanum yfir þau tæki sem eru pöruð við símann þinn ættir þú að sjá 2-3 atriði sem eru heyrnartækin þín.
- Smelltu á “i” táknið við pöruð heyrnartæki og veldu Forget this Device þar til öll heyrnartæki eru fjarlægð.
- Sæktu myPhonak appið aftur í Google Play Store / Apple Store
- Fylgdu leiðbeiningum sem birtast í appinu þar til þú sérð Detecting hearing aids
- Endurræstu heyrnartækin þín (slökkva/kveikja). Mjög mikilvægt!
- Smelltu á Next í appinu og fylgdu leiðbeiningunum.
- Ef þú hefur stuðst við og notað símtala- og hljóðstreymis stillinguna þarftu að setja hana aftur upp. Þú aftengdir Bluetooth stillingarnar í skrefi 8.
Endurtengjast heyrnartækjum með Bluetooth
- Farðu í Settings/Stillingar
- Veldu þar Bluetooth
3. Gakktu úr skugga um að kveikt sé á Bluetooth - Endurræstu heyrnartækin þín (slökkva/kveikja). Mjög mikilvægt!
- Í símanum ættir þú nú að sjá Available Devices
- Nafn Phonak heyrnartækja þinna ætti að sjást á skjánum með tákn fyrir síma við hliðina. Smelltu á það til að velja.
- Tengihljóð heyrist í pöruðu heyrnartækinu.
Síminn þinn er núna tengdur við heyrnartækin.
Myndband af pörun fyrir iPhone https://www.youtube.com/watch?v=t_JyaxmV9jM
Myndband af pörun fyrir Android https://www.youtube.com/watch?v=DXVQi9RWoPE