Skip to main content

Snjallsímar og tengivandræði milli Phonak apps og heyrnartækja


Við uppfærslu á hugbúnaði síma eða snjallforrita dettur stundum út tengingin við heyrnartækin. Þá er best að byrja alveg á byrjuninni – með því að eyða út appinu og Bluetooth stillingum sem varða heyrnartækin þín.

  1. Opnaðu Phonak appið.
  2. Veldu My Hearing Aids / Heyrnartækin mín
  3. Neðst á þeirri valmynd velur þú Forget devices. Og síðan Yes, forget.
  4. Lokaðu núna appinu og eyddu því úr símanum. Ekki er nóg að henda því bara af skjánum, þú þarft að vera viss um að eyða því út úr símanum þínum.
  5. Núna ferðu í Settings/Stillingar í símanum þínum.
  6. Veldu Bluetooth
  7. Í listanum yfir þau tæki sem eru pöruð við símann þinn ættir þú að sjá 2-3 atriði sem eru heyrnartækin þín.
  8. Smelltu á “i” táknið við pöruð heyrnartæki og veldu Forget this Device þar til öll heyrnartæki eru fjarlægð.
  9. Sæktu myPhonak appið aftur í Google Play Store / Apple Store
  10. Fylgdu leiðbeiningum sem birtast í appinu þar til þú sérð Detecting hearing aids
  11. Endurræstu heyrnartækin þín (slökkva/kveikja). Mjög mikilvægt!
  12. Smelltu á Next í appinu og fylgdu leiðbeiningunum.
  13. Ef þú hefur stuðst við og notað símtala- og hljóðstreymis stillinguna þarftu að setja hana aftur upp. Þú aftengdir Bluetooth stillingarnar í skrefi 8.

Endurtengjast heyrnartækjum með Bluetooth

  1. Farðu í Settings/Stillingar
  2. Veldu þar Bluetooth
    3. Gakktu úr skugga um að kveikt sé á Bluetooth
  3. Endurræstu heyrnartækin þín (slökkva/kveikja). Mjög mikilvægt!
  4. Í símanum ættir þú nú að sjá Available Devices
  5. Nafn Phonak heyrnartækja þinna ætti að sjást á skjánum með tákn fyrir síma við hliðina. Smelltu á það til að velja.
  6. Tengihljóð heyrist í pöruðu heyrnartækinu.

Síminn þinn er núna tengdur við heyrnartækin.

 

Myndband af pörun fyrir iPhone https://www.youtube.com/watch?v=t_JyaxmV9jM 

Myndband af pörun fyrir Android https://www.youtube.com/watch?v=DXVQi9RWoPE