Á talmeinasviði Heyrnar - og talmeinstöðvar Íslands starfa þrír talmeinafræðingar. Helstu skjólstæðingar eru heyrnarskertir einstaklingar, bæði börn og fullorðnir og börn fædd með skarð í vör og/eða gómi. Talmeinafræðingar sinna einnig börnum sem standast ekki viðmið í 18 mánaða skoðun og er þeim vísað af hjúkrunarfræðingum heilsugæslnanna. Talmeinfræðingar starfa við fræðslu, ráðgjöf, greiningu og talþjálfun. Bæði heyrnarskert börn og börn með skarð eru í reglulegu eftirliti þar sem þau eru kölluð inn til endurmats eða viðtals. Boðið er upp á talþjálfun fyrir þessa hópa.