Skip to main content

Áströlsk langtímarannsókn sýnir mikilvægi snemmtækrar íhlutunar með heyrnartækjum og kuðungsígræðslum á málþroska barna.

Á síðasta ári birtust niðurstöður áralangra rannsókna ástralskra vísindamanna, LOCHI rannsóknin svokallaða (Longitudinal Outcomes of Children with Hearing Impairments).
Rannsóknin kannaði hvaða áhrif mismunandi þættir í meðferð heyrnarskertra barna hefðu á málþroska þeirra þegar þau eltust.
 
Niðurstöður sýna ótvírætt að það skiptir meginmáli að hefja hljóðræna þjálfun með heyrnartækjum og/eða kuðungsígræðslum eins fljótt og auðið er og helst fyrir 12 mánaða aldur. Því yngri sem börnin voru þegar þau fengu fyrstu heyrnartækin eða ígræðslur, þeim mun betur vegnaði þeim í málþroska, en þeim var fylgt eftir allt til 5 ára aldurs.
 
Á myndbandinu sem fylgir (klikkið á myndina hér að neðan) er hægt að sjá u.þ.b. 5 mínútna samantekt Dr Theresu Ching, eins aðalhöfunda rannsóknarinnar, á niðurstöðunum.
LOCHI Theresa Ching
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
birt: ágúst 2019

Vel heppnaður fræðslufundur um kuðungsígræðslur!

Vel heppnaður fræðslufundur um kuðungsígræðslur í samvinnu við Félag Heyrnarlausra og Heyrnarhjálp. HTÍ, Félag Heyrnarlausra og Heyrnarhjálp tóku nýlega höndum saman og héldu fræðslufund um starfsemi HTÍ og sérstaklega um s.k. kuðungsígræðslur (ígrædd heyrnartæki).  Fundurinn var haldinn föstudaginn 2.maí s.l. í húsnæði Félags Heyrnarlausra og var vel sóttur. Alls sóttu um 70 manns fundinn. Fundarstjóri var Hjördís Anna Haraldsdóttir. 

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline