Skip to main content

Fréttir

Heyrnarskaði og eyrnasuð (tinnitus) algengt hjá slökkviliðsmönnum

slökkvilið

Bandarísk rannsókn segir heyrnartap, heyrnarskaða og eyrnasuð algengt meðal slökkviliðsfólks.

Allt að helmingur slökkviliðsmanna sem þátt tóku í nýlegri könnun segjast vera með eyrnasuð (tinnitus) og um þriðjungur segist eiga við heyrnarvandamál að stríða.

Þannig segjast 36% svarenda vera með heyrnarskaða eða skerta heyrn, 29% með væg-meðalslæm einkenni en 7% með verulegt heyrnartap.

Af 42 slökkviliðmönnum sem spurðir voru segjast 52% ekki vera með neitt eyrnasuð (tinnitus) á meðan 48% þeirra segjast þjást af eyrnasuði.

Eyrnasuð – verulegt vandamál

Niðurstöður:

Samkvæmt eigin mati töldu þátttakendur eyrnasuð/tinnitus

  • ekki vandamál – 17%
  • lítilsháttar vandamál – 9%
  • vægt-meðalslæmt vandamál – 17%
  • slæmt-mjög slæmt – 5%

Alls telja 31% aðspurðra að eyrnarsuð sé vandamál fyrir sig.

Eyrnasuð truflaði heyrn 15 svarenda, hafði áhrif á vitræna getu hjá 14, truflaði svefna og slökun hjá 12, hafði neikvæð áhrif á sjálfsstjórn hjá 11, hafði neikvæði áhrif á lífsgæði hjá 10 og truflaði tilfinningalíf hjá 9 aðspurðra.

Þátttakendur komu frá nokkrum slökkvistöðvum í Michigan-borg í Bandaríkjunum.

Slökkviliðsmenn í áhættuhópi

Rannsóknin beindist sérstaklega að slökkviliðsmönnum þar sem þessi starfsgrein býr við erfið skilyrði sem geta haft neikvæð áhrif á heyrn og valdið heyrnarskaða.;  Sírenuvæl, þokulúðrar, hávær búnaður, brothljóð þegar rífa þarf byggingar og brjóta upp hurðir og veggi, rjúfa þök o.s.frv. Þá verða þeir fyrir skertum loftgæðum, reykmengun og mögulega skaða af völdum efna sem valdið geta heyrnarskaða.

Rannsóknin ber heitið “Tinnitus and Self-Perceived Hearing Handicap in Firefighters: A Cross-Sectional Study”, birtist nýlega í International Journal of Environmental Research and Public Health.

Heimild: www.hear-it.org ; International Journal of Environmental Research and Public Health

Birting: Nóv 2020

heyrnartap, eyrnasuð, tinnitus, heyrnarfræðingur, heyrnarskaði, slökkvilið

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline