Skip to main content

Dagur Heyrnar - Við heyrum með heilanum


Við heyrum með heilanum – eyrun eru einungisaðgangur að hljóðheiminum !

Alþjóðlegur dagur heyrnar er 3. mars – dagurinner haldinn hátíðlegur víðsvegar um heim til að vekja athygli á mikilvægigóðrar heyrnar og áhrifum heyrnarskerðingar á lífsgæði fólks.
Með deginum ereinnig ætlað aðauka meðvitund á neikvæðumáhrifum hávaða á heyrn ogtil aðhvetja fólk til þessaað mæla heyrn ef grunur vaknar um heyrnarskerðingu.

Góð heyrn er mikilvæg svo máltaka barna geti þróast á dæmigerðan hátt. Við heyrum í raun með heilanum og eru eyrun einungis aðgangur hljóðrænna upplýsinga til heilans. Hljóðaörvun þroskar heyrnrænar taugatengingar sem er forsenda þess að tal og mál þroskist eðlilega. Að efla hlustunarþroskafelst í því aðhvetjabarn til aðveitahljóðum og röddum áhuga ogöðlast þannig færni í að greina á milli þeirra hljóða og radda sem þheyrir. Ungabörn byrja fljótt að greina á milli hljóða og beina athygli sinni að þeim hljóðum sem eru í móðurmálinu og stilla sig inn á þau. Þessi hljóðgreining hjálpar þeim að greina tal og læra ný orð. Hlustunarþroski er grunnur fyrir málþroska barna.Börn tileinka sérmálið í gegnumríkt málumhverfisem eflirsmá saman færni þeirra ímóðurmáli sínu.Þeim er ekki kenntmáliðheldur læra þau það ómeðvitað með því að eiga í merkingabærumsamskiptumog hlusta á samskipti annarra, þau læra þaðbæðibeint og útundan sér. Þau efla einnig félagfærni með því að hlusta.
Mikilvægt er að hlúa að góðum skilyrðum til máltöku og hlustunar. Þegar aðgangur að heyrn er takmarkaður vegna langvarandi heyrnarskerðingar þá getur það haft áhrif á málgetu.
Gæta þarf að góðri hljóðvist og samskiptum við börn með heyrnarskerðingu og þá sérstaklega í skólakerfinu

Nýburamælingar á  heyrn eru því afar mikilvægur þáttur í að skima fyrir heyrnarskerðingu svo hægt sé aðbjóða viðeigandi þjónustuog veitabörnum með heyrnarskerðingutækifæri til að nema mál til jafns við önnur börn. 

Höfundur: Kristín Th. Þórarinsdóttir, talmeinafræðingur á Heyrnar – og talmeinastöð Íslands.

Kristin talmfr

 

Dagur Heyrnar 2021 - Heyrn og lífsgæði

Dagur Heyrnar 2021 m greinum
Á degi heyrnar þann 3. Mars er ekki úr vegi að benda á þau lífsgæði sem felast í því að heyra vel. Við tökum því flest sem sjálfsögðum hlut að geta farið í leikhús eða á tónleika, að geta talað án vandræða í síma, fylgst með samfélagsumræðu í sjónvarpi eða útvarpi, hlustað á hljóðbækur og almennt notið þess að vera innan um fólk og spjalla um daginn og veginn.

Góð heyrn er ekki sjálfgefin og því þarf að leiða hugann að henni eins og öðrum lífsgæðum. Herynarskerðing  gerist sjaldan á einni nóttu. Oftast er um að ræða hægfara ferli og því á fólk oft erfitt með að átta sig á að það sé farið að heyra illa. Við erum þeim hæfileikum búin að aðlagast breyttum aðstæðum og þá sérstaklega breytingum sem gerast hægt og rólega. Að lokum kemur þó að því að heyrnarskerðingin fer að hafa veruleg áhrif á daglegt líf fólks, bæði líkamleg og sálræn. Stoðkerfisvandamál eins og höfuðverkur og vöðvabólga eru oft fylgikvillar þess að heyra illa. Það stafar af því að fólk með heyrnarskerðingu þarf oft að einbeita sér meira til þess að heyra og skilja það sem  fram fer í kringum það og úrvinnsla upplýsinganna krefst einfaldlega meiri orku en þegar heyrn er góð. Talað er um að sálræn áhrif heyrnarskerðingar geti verið kvíði og einangrun. Einstaklingar með heyrnarskerðingu njóta þess síður en aðrir að vera innan um annað fólk.

Það er til mikils að vinna að grípa inn í það ferli sem heyrnarskerðing er og leita sér hjálpar  en frá því að fólk verður fyrst vart við að heyrn þess sé að skerðast líða gjarnan tíu ár þar til það gerir eitthvað í málunum. Oft eru það ættingjar eða vinir sem fyrst verða varir við heyrnarskerðingu viðkomandi. Fyrstu merki heyrnarskerðingar geta verið margs konar en ástæða er til að leita sér aðstoðar ef:

  • þér finnst erfitt að tala í síma;
  • þér finnst eins og annað fólk sé almennt óskýrt eða þvoglumælt;
  • þér finnst erfitt að skilja það sem þú heyrir;
  • þú þarft að biðja aðra um að endurtaka það sem sagt var;
  • þú verður þreytt/ur eftir að hafa verið innan um fólk;
  • þú átt erfitt með að átta þig á því hvaðan hljóð berst
  • þú reynir að forðast margmenni.

Dagur heyrnar er hvatning til okkar að huga að heyrn okkar og taka henni ekki sem sjálfsögðum hlut. Það fylgja því mikil lífsgæði að hafa góða heyrn.

 

#WorldHearingDay

#safelistening
#hearingcare

#hearathon2021

Höfundur:Kristbjörg Gunnarsdóttir, Heyrnarfræðingur

Kristbjorg Gunnarsdottir passamynd

Vista
Vefkökur samþykki og yfirlit
Við notum vefkökur til að betrumbæta notendaupplifun vefsins. Ef þú samþykkir ekki notkun vefkaka getur það bitnað á virkni og notkun hans.
Samþykki allar
Neita öllum
Lesa skilmála
Functional
Forrit sem eru notuð til að veita þér fleiri möguleika eins og til dæmis tengingu við samfélagsmiðla.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Samþykkja
Neita
Analytics
Forrit sem skráir og mælir skilvirkni vefsíðunnar. Greinir notkun gesta. Við notum þessar upplýsingar til að betrumbæta upplifun notenda.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Samþykkja
Neita