Skip to main content

Fréttir

Heyrnartæki seinka ellihrörnun

ánægðir heyrnartækjanotendur eldri

Á síðustu árum hafa sífellt fleiri rannsóknir sýnt fram á gagnsemi þess að meðhöndla heyrnartap og skerta heyrn hjá öldruðum.
Góð heyrnarheilsa getur seinkað því að fólk fái elliglöp og að vitræn geta skerðist. Ný áströlsk rannsókn styður fyrri rannsóknir á þessu sviði.

Vísindamenn við háskólann í Melbourne í Ástralíu könnuðu notkun heyrnartækja hjá um 100 heyrnarskertum einstaklingum á aldrinum 62-82 ára.

Mældir voru þættir eins og heyrn, vitræn færni, mál- og talgreining, lífsgæði, líkamleg hreyfigeta, einmanaleiki, þunglyndi og notkun heilbrigðisþjónustu. Allt var þetta mælt bæði áður en fólkið fékk heyrnartæki og síðan aftur 18 mánuðum eftir að heyrnatækjanotkun hófst.

Niðurstöður rannsóknarinnar

Eftir 18 mánaða notkun heyrnartækja sáu rannsakendur að mál- og talgreining, eigið mat notenda á erfiðleikum við hlustun og heyrn sem og mat á lífsgæðum höfðu sýnt marktækar framfarir hjá þátttakendum.

Nær allir sýndu marktæka framför eða stöðugleika í að undirbúa og framkvæma hluti, skipuleggja og greina upplýsingar og meira frumkvæði í að hefja verkefni.

Konur sýndu meiri framfarir

Konur sýndu marktækt betri árangur hvað varðar minni – minni notað til rökfærslu og ákvarðanatöku – sem og betri árangur við flesta aðra þætti er lutu að vitrænni getu og færni (cognitive functions).

Rannsóknin sýni ennfremur að hlutfall notkunar heyrnartækja hélst í hendur við árangur þ.e. því meiri og stöðugri notkun heyrnartækja, þeim mun betri árangur sýndu þátttakendur. Konur reyndust miklu duglegri en karlar að nota heyrnartækin á rannsóknartímabilinu. Þær eru greinilega samviskusamari þessar elskur!

Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í greininni: “The Effect of Hearing Aid Use on Cognition in Older Adults: Can We Delay Decline or Even Improve Cognitive Function?”,  sem birtist í tímaritinu Journal of Clinical Medicine.

Heimildir: www.eurakalert.org og Journal of Clinical Medicine

Birt: des 2020

heyrnartæki, heyrnartap, heyrnarheilsa, dementia, ellihrörnun, elliglöp

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline