Skip to main content

Í dag er dagur talþjálfunar 6. mars.

Heyrnar og talmeinastöð Íslands (HTÍ) hefur sinnt talþjálfun frá stofnun hennar árið 1979. Í dag starfa þrír talmeinafræðingar á HTÍ og veita greiningu, ráðgjöf og íhlutun til sérhópa, auk þess að sinna kennslu og starfsþjálfun nema í talmeinafræðum við Háskóla Íslands. Árlega er haldið upp á dag talþjálfunar undir ólíkum yfirskriftum sem endurspegla fjölbreytileika í starfi talmeinafræðinga.

Yfirskrift þemans í ár er ,,eflum málumhverfi barna“. Ríkulegt málumhverfi barna og gott ílag leikur lykilhlutverk í því að efla málþroska barna. Aðkoma talmeinafræðinga HTÍ er stór þáttur í hæfingu heyrnarskertra barna og endurhæfingu kuðungsígræðsluþega. Talmeinafræðingar HTÍ starfa náið með sérfræðingum innan sem utan stofnunarinnar í þágu skjólstæðinga okkar. Annar sérhópur stofnunarinnar eru börn með skarð í góm og/eða vör. Á stofnuninni er lögð rík áhersla á að fræða aðstandendur barnsins og þá sem eru í nærumhverfi þess til þess að stuðla að því að efla hljóðamyndun og málþroska barnsins.

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline