Skip to main content

Fyrir foreldra

Hér er að finna upplýsingar fyrir foreldra á talmeinasviðinu okkar.

Fyrir foreldra

Málþroski barna

Máltaka barna er samspil margra þátta. Börn hafa meðfæddan hæfileika til að veita röddum og andlitum í kringum sig athygli og þau er stillt inn á að nema það eða þau mál sem þau heyra í nánasta umhverfi sínu. Félagslegi þáttur málanámsins er ómetanlegur og sannast hið fornkveðna að því læra börnin málið að það er fyrir þeim haft. Málþroski barna er viðfangsefni foreldra, leikskólakennara, þroskaþjálfa, talmeinafræðinga og annarra sem fylgjast náið með hvernig barnið tileinkar sér móðurmálið. Með því að velja slóðirnar sem birtast hér á síðunni má skoða ýmsa þætti málþroskans, helstu tal- og málmein og atriði er varða málörvun barna svo eitthvað sé nefnt…

Þróun máls og tals

Hlustun og skilningur

0 – 3 mánaða

  • Bregst við hljóðum
  • Þagnar eða brosir þegar þú talar til þess
  • Eykur eða minnkar sog sem viðbragð við hljóði
4 – 6 mánaða
  • Snýr höfði sínu á móti hljóðinu
  • Bregst við hljóðbrigðum í rödd þinni
  • Gefur gaum að leikföngum sem búa til hljóð
  • Gefur gaum að tónlist

7 – 11 mánaða

  • Skilur nei-nei
  • Hefur gaman að leikjum á borð við gjugg-í-borg
  • Snýr höfðinu markvisst í átt að hljóði
  • Hlustar þegar talað er til þess
  • Kannast við algeng orð eins og glasskór eða mjólk
  • Byrjar að bregðast við þegar sagt er t.d. Komdu hingað eða Viltu meira?

12 - 17 mánaða

  • Skoðar leikfang eða bók í a.m.k. 2 mínútur
  • Fylgir einföldum fyrirmælum sem studd eru látbragði
  • Bregst við einföldum spurningum
  • Bendir á þekkta hluti, myndir og fjölskyldumeðlimi þegar það er spurt

18 - 23 mánaða

  • Bendir á líkamshluta eins og nefið, munninn eða hárið
  • Fer að hlýða á stuttar sögur, vísur og söngva
  • Fylgir einföldum fyrirmælum án bendinga eða látbragðs
  • Skilur einfaldar athafnir eins og að borðaað sofa (lúlla) eða að detta

 2 – 2 ½ árs

  • Skilur forsetningar (afstöðuhugtök) á borð við inn íog ofan á
  • Skilur persónufornöfnin þú, mín, hans
  • Skilur lýsingarorðin stór, góður, vondur
  • Framfylgir fyrirmælum eins og Náðu í skóna þína

2 ½ – 3 ára

  • Barnið bregst við ef spurt er um hluti sem það þekkir en sér ekki, t.d. Náðu í boltann þinn og settu hann í kassann
  • Skilur mörg andstæð hugtök eins og heitt og kalt,upp og niður, inn og út
  • Skilur persónufornöfnin ég, þú, hennar o.fl.
  • Kann skil á grunnlitum eins og gulur,  rauður og blár
  • Þekkir magnhugtökin allir og meira

3 – 4 ára

  • Nýtur þess í síauknum mæli þegar lesið er fyrir það – vill gjarnan heyra oft sömu söguna
  • Hefur gaman af vísum og fáránlegum fullyrðingum, t.d. hesturinn flaug hátt upp í loft
  • Flokkar hluti og hugtök á myndum, t.d. matur, föt, dót, krakkar
  • Þekkir flesta liti

 4 – 5 ára

  • Skilur tiltölulega flóknar spurningar
  • Skilur mest af því sem talað er um heima og í leikskólanum

 5 – 6 ára

  • Getur fylgt margþættum fyrirmælum og framkvæmt þau. Dæmi: Taktu stóra rauða boltann og settu hann við hliðina á bláa kassanum
  • Skilur og getur útskýrt  atburðarás (fyrst gerðist..., svo..., en síðast....)
  • Skilur og hefur gaman af rími og rímsögum eins ogTóta tætibuskaHanda Gúndavél o.fl.

Tal

0 – 3 mánaða 
  • Hljóðmyndun ósjálfráð
  • Lýsir ánægju / óánægju með hljóðum
  • Hjalar
  • Brosir þegar það sér þig

4 – 6 mánaða

  • Leikur að hljóðum eykst
  • Byrjar að babbla; myndar hljóðarunur eins ogmamama, dadadada
  • Gefur í auknum mæli til kynna með röddinni þegar það er ánægt eða óánægt

7 – 11 mánaða

  • Babblið eykst og fjölbreytni hljóða verður meiri
  • Hermir eftir málhljóðum
  • Notar röddina til að fá athygli
  • Orð eða hljóðarunur eins og mamma og babba geta farið að bera í sér merkingu
  • Reynir að tjá sig með athöfnum og látbragði

12 - 17 mánaða

  • Eðlilegt er að það noti tvö til þrjú orð yfir persónur eða hluti en smám saman bætist við orðaforðann. Hvert orð getur haft fleiri en eina merkingu
  • Reynir að líkja eftir einföldum orðum

18 - 23 mánaða

  • Notar mest samhljóðin n, m, b, d, h með sérhljóðum
  • Segir allt frá 10 orðum upp í 90 (mikill einstaklingsmunur), t.d. skórsokkar eða mjólk. Framburður enn óskýr og geta orðin hljómað semþokka eða mokk
  • Hermir eftir nokkrum dýrahljóðum
  • Byrjar að tengja saman orð svo sem meira nammieða pabbi koma
  • Byrjar að nota einföldustu persónufornöfn eins ogmín eða minn

2 – 2 ½ árs

  • Segir a.m.k. 50 orð (er jafnvel með um 400 orð við 2 ½ árs aldurinn)
  • Notar sjálft persónufornöfnin hann og hún
  • Setningar lengjast, t.d. úr mamma koma (um 2 ára) í mamma koma heim (um 2 ½ árs)
  • Notar fleiri samhljóð og framburðurinn skýrist smátt og smátt

2 ½ – 3 ára

  • Notar sjálft persónufornöfnin ég, hann og hún
  • Talar í a.m.k. þriggja til fjögurra orða setningum
  • Biður um hluti með spurningu, t.d. Bíllinn minn? eðaHvar húfan mín?
  • Notar fleirtölu orða eins og bílar, dúkkur, boltar
  • Notar ákveðinn greini, t.d. stelpan, húsið, fíllinn
  • Getur myndað flest málhljóð. Á það til að sleppa samhljóði fremst í orði þótt það geti myndað sama hljóð í miðju eða aftast í orði. Ræður oft ekki við r,  s,  og  þ
  • Einfaldar samhljóðasambönd, t.d. skip verður gip oghestur verður hehtu og elda verður enda
  • Gera má ráð fyrir að nánustu aðstandendur skilji að mestu tal barnsins

3 – 4 ára

  • Spyr oft hvar – hver – hvað spurninga
  • Getur útskýrt á einfaldan hátt til hvers við notum einstaka hluti, t.d. gaffal eða bíl
  • Getur svarað spurningum á borð við Hvað gerir þú þegar þér er kalt?  eða Hvað gerir þú þegar þér er mál að pissa?
  • Notar þátíð veikra sagna, t.d. hoppaði, labbaði
  • Endurtekur stuttar setningar
  • Stundum endurtekur barnið sama hljóðið eða orðið, einkum í upphafi setninga. Kallast „smábarnastam“.  Þetta á sérstaklega við um aldurinn milli 2 ½ - 3 ½ árs
  • Telur upp að 5 og þekkir talnagildin 1-3 (réttir þrjá bolta ef beðið er um)
  • Getur endurtekið þrjár tölur í röð, t.d. 5  7  1 eða 6  5  2 o.s.frv.
  • Langflest málhljóð komin en barnið einfaldar gjarnan flókin samhljóðasambönd, t.d. skríða verðurgíða. Mörg börn hafa ekki náð tökum á  r,  s  eða  þ
  • Ókunnugir skilja mest af því sem barnið segir þegar það nálgast fjögurra ára aldurinn
  • Hefur a.m.k. 600 orð í orðaforða þegar nálgast fjögurra ára aldurinn
  • Notar -ði, og -di/ti þátíðarmynd, t.d. horfði, keypti(„kaupti“), týndi
  • Notar sterka beyginu þátíðar í vissum sögnum, t.d.var, datt, sá en notar þó veika beygingu sagna í flestum sterkum sögnum (t.d. lék verður leikti; hljópverður hlaupti o.s.frv.)
  • Notar flóknari fleirtölumyndir en áður, t.d. bækur, börn, blöðrur
  • Barnið getur tjáð sig um það sem það hefur verið að gera í leikskólanum eða heima hjá leikfélaga
  • Notar iðulega setningar sem innihalda fjögur eða fleiri orð

 4 – 5 ára

  • Notar setningar sem innihalda nákvæmar upplýsingar, t.d. Amma mín á heima í gulu húsi með rauðu þaki
  • Mjög aukinn orðaforði
  • Notar í auknum mæli sterkar beygingar sagna, t.d.las, drakk en setur samt oftar veika beygingu í stað sterkrar (sjá 3-4 ára)
  • Getur útskýrt hvernig á að gera hluti, t.d. að teikna mynd eða gera sig kláran í háttinn
  • Útskýrir orð eins og Hvað er handklæði? eða Hvað erepli?
  • Svarar hvers vegna spurningum
  • Talið er orðið vel skiljanlegt. Þó vantar sum börn rog s. Viss samsetning hljóða flækist enn fyrir barninu, t.d. blaðra verður blarðaútvarp verðurúbart og kartafla verður karpatla. Vænta má að barnið hafi náð tökum á framburði þessara orða um fimm ára aldurinn

 5 – 6 ára

  • Getur myndað a.m.k. átta orða setningar
  • Notar lengri og flóknari setningagerð (með aukasetningum og samtengingum, t.d. Þegar ég verð stór ætla ég að verða flugmaður og lögga)
  • Notar ímyndunaraflið til að bæta sögur sínar
  • Getur enn vantað r-hljóð. Fæst börn hafa náð tökum á hn eins og í orðinu hnífur

Almenn málörvun

Tölum (og tölum…) við barnið.

Öflug málörvun er alltaf af hinu góða. Það þarf að gefa sér tíma til að spjalla við barnið hvort sem um er að ræða í leik eða daglegum störfum hversdagsins. En barnið verður líka að hafa svigrúm til að nema það sem við segjum og við þurfum að gefa því tíma til að svara.

Notum sömu orðin – í mismunandi samhengi.

Börn læra stöðugt ný orð og til að auðvelda þeim að víkka orðaforðann þurfum við að vera þeim góð fyrirmynd. Dæmi: „Sjáðu boltann. Hann er sko aldeilis fínn þessi rauði bolti. Þú átt næstum alveg eins bolta. Eigum við að setja litla rauða boltann oní kassann?“ „Er þér heitt? Já, ég veit, það er sjóðheitt hér inni!“ „Ertu svöng? Ég er líka sársvöng / Ég er líka glorhungruð.“

Nefnum athafnir.

Tölum um það sem við gerum á hverjum degi, innan heimilis sem utan. Til dæmis þegar við erum að elda („nú set ég vatn í pottinn og svo fiskinn ofan í. Mmm… mér finnst fiskur svo góður.“), kaupum í matinn, þvoum bílinn, hengjum upp þvott o.s.frv. Tölum þegar við leikum við barnið án þess að spyrja beinna spurninga sem krefjast já/nei svars („Hvar ætli rauði kubburinn sé? Hérna er hann, nú set ég hann ofan á græna kubbinn.“).

Almenn málörvun barnaTölum um atburði í nútíð, þátíð og framtíð.

Ung börn lifa í núinu. Við þurfum smátt og smátt að byggja ofan á, tala um það sem gerst hefur og það sem á eftir að gerast. Þannig lærir barnið að skynja tímann og við leggjum grunn að skipulagningu frásagnar. Tölum um það sem ætlum að gera á eftir („fyrst ætlum við að fara í sund og svo að heimsækja ömmu. Hún gefur okkur kannski ís.“). Síðan er hægt að rifja upp skemmtilega atburði („Manstu hvað við gerðum í gær? Fyrst fórum við í sund og svo til ömmu. Manstu hvað amma gaf okkur góðan ís?“). Ekki er verra að hafa myndir til að styðjast við þegar skemmtilegir atburðir eru rifjaðir upp.

Verum barninu skýr málfyrirmynd.

Reynum að öðlast tilfinningu fyrir málskilningi barnsins. Notum setningar sem við vitum að barnið skilur en bætum stöðugt við nýjum orðum og hugtökum. Notum bendingar til skýringar (t.d. benda á hluti eða myndir) og útskýrum orð eða notum samheiti („veistu að drengur þýðir það sama og strákur?“). Gætum þess að tala ekki of hratt.

Kynnum ný orð og hugtök til sögunnar.

Í leik eða daglegum athöfnum er gott að nefna liti, tölur og bókstafi þegar slíkt á við. Tölum um afstöðuhugtök (t.d. undir, yfir, kringum, við hliðina o.s.frv.), lýsandi hugtök (t.d. þessi pollur er grunnur en þessi er djúpur, eða, þessi bolti er stærri en þessi og þessi er minnstur). Nefnum líkamshluta, t.d. þegar verið er að baða eða hátta. Tölum um mismunandi áferð t.d. fatnaðar (mjúkur, hrjúfur) o.s.frv. Allt sem okkur dettur í hug!

Bergmálun.

Oft er talað um að beinar leiðréttingar á málfari skili ekki árangri, a.m.k. ekki þegar barnið er ungt að árum. Höfum „rétt“ mál fyrir barninu með því að endurtaka það sem þau segja á réttan hátt. Dæmi: Barnið segir, „dúkkan sofaði með mér í rúmið í nóttina.“ Við segjum við barnið, „svaf dúkkan hjá þér í rúminu í alla nótt?“ Endurtökum jafnvel orðin eða setninguna í öðru samhengi.

Lesum á hverjum degi.

Það er deginum ljósara að lestur fyrir börn felur í sér mikla og góða málörvun. Við lestur örvum við orðaforða barna, þau kynnast annarskonar málfari en við notum venjulega og það er hollt og gott að lesa sömu bækurnar aftur og aftur. Börnin skynja uppbyggingu frásagnar, skipulag atburðarásar, orðaröð og setningagerð. Við upphaf lestrar ættum við að skoða bókarkápuna með barninu, spá í nafnið á bókinni og íhuga efni bókarinnar út frá titlinum. Þegar við lesum þurfum við að hafa orðaskil greinileg, ýkja örlítið blæbrigði, benda á myndir um leið og lesið er, útskýra orð og hugtök í stuttu máli ef þörf krefur eða nefna önnur orð til skýringar. Byrjum að lesa fyrir börn um leið og þau geta fylgst með stórum og einföldum myndum (vanalega upp úr þriggja mánaða aldri).

Hvetjum barnið til að segja frá.

Það er gott fyrir barnið að læra að skipuleggja frásögn og segja frá atburðum. Við þurfum að vera góð fyrirmynd. Segjum frá okkar degi áður en við spyrjum hvað þau hafi verið að gera í leikskólanum. Rifjum sameiginlega upp skemmtilega atburði. Fyrir börn sem skynja illa atburðarás og eiga í erfiðleikum með að segja frá er gott að nota dagbækur sem ganga t.d. á milli heimilis og leikskóla. Flestum hentar vel að láta myndir (t.d. úr „Pictogram“ eða „Board maker“ eða jafnvel raunverulegar myndir t.d. úr stafrænum myndavélum) fylgja með til að örva barnið til frásagnar.

Búum til sögur saman.

Segjum sögur upp úr okkur eða eftir myndum. Hvetjum barnið til þess sama. Skrifum niður sögur sem barnið segir. Hægt er að búa til litla bók með auðum blaðsíðum, skrá sögur og leyfa barninu að skreyta bókina. Einnig er sniðugt að klippa út teiknimyndasögur úr dagblöðum, raða í rétta röð og líma í bók. Barnið er þá hvatt til að „lesa“ söguna og rekja hana frá vinstri til hægri (líkt og texta í bókum).

Málörvun í bílnum.

Flestir eyða töluverðum tíma á degi hverjum í bíl. Notum þennan tíma til að örva mál barnsins, t.d. rifja upp atburði dagsins, nefna kennileiti, syngja eða fara með vísur, hvað sem er. Látum það þó ekki trufla okkur við aksturinn!

Syngjum saman.

Syngjum fyrir eða með barninu alveg frá fæðingu þess. Kynnum okkur hvað verið er að syngja í leikskólanum. Hlustum á spólur eða geisladiska með skemmtilegum lögum sem hægt er að syngja. Börnum finnst gaman að setja nýja (bulltexta) við gömul lög. Gott er að lesa fyrir barnið skemmtilegar rímaðar vísur eða kvæði með söguþræði, t.d. Tótu tætibusku, En hvað það var skrítið!, Handagúndavél o.s.frv. Leikum okkur með rím og hvetjum barnið til að „bullríma“. Sum börn hafa ekki gaman að söng vegna þess að þau ráða ekki við orðin eða taktinn (hrynjandina). Með þessum börnum er hentugt að nota tákn (sbr. Tákn með tali) og syngja hægt og taktvisst . Flest börn hafa gaman af að syngja – fyrr eða síðar!

Þykjustuleikir.

Förum í þykjustuleiki með börnunum. Það geta verið dúkku-, búðar-, löggu- eða læknisleikir eða þykjast að tala í síma. Verum dugleg að nota þykjustuhluti til að virkja og efla ímyndunarafl barnsins.

Brandarar.

Börn fá fljótt tilfinningu fyrir kímni. Frá unga aldri er hægt að bulla með þeim og búa til skrítin hljóð og orð. Seinna er hægt að leika sér með orð og setningar. Oft eru heimatilbúnir, einfaldir brandarar skemmtilegastir.

Gátur.

Leggjum fyrir börnin einfaldar gátur, t.d. Hvað er lítið og loðið og geltir voff, voff? Hvað er rautt og vex á trjám? Einnig er hægt að fara í leiki eins og Ég sé… (lýsa hlut og barnið reynir að geta upp á).

Teiknimyndir í sjónvarpi.

Horfum með barninu á leikna mynd eða teiknimynd sjónvarpi eða á myndbandi. Tölum um myndina og rifjum upp söguþráðinn. Veltum fyrir okkur með barninu hvernig sagan hefði getað endað á annan hátt. Spyrjum opinna spurninga (ekki spurninga sem krefjast þess að svarað er eingöngu með já eða nei). Hvetjum barnið til að sitja ekki lengi í einu fyrir framan sjónvarpsskjáinn.

Tölvuleikir.

Til eru á geisladiskum alls konar málörvandi leikir eins og t.d. A-Ö, Leikskólinn og Leikver, Stafakarlarnir og fleiri. Ekki gleyma því að við örvum barnið með því að vera í návist þess og tala við það – og umfram allt, leyfa því að tjá sig.
Málþroski barna

Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar

Stofur sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga

Nafn

Póstnúmer

Netfang

Heimasíða

Sími

Trappa

105 Reykjavík

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

trappa.is

5556363

Talsetrið

108 Reykjavík

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

talsetrid.is

-

Okkar talþjálfun

110 Reykjavík

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

okkartal.is

-

Talstöðin

200 Kópavogur

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

-

5445004

Talþjálfun Reykjavíkur

201 Kópavogur

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

talrey.is

5535030

Talstofa

210 Garðabær

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

talstofa.blog.is

5651221

Túlkun og tal

220 Hafnarfjörður

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

tulkunogtal.is

8550770

Mál og tal        

220 Hafnarfjörður

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

-

5715342

Málstöðin

220 Hafnarfjörður

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

malstodin.is

-

Orð af orði talmeinastofa

230 Reykjanebær

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

-

-

Magdalena Gwozdziewska

260 Reykjanesbær

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

-

7624628

Talþjálfun Mosfellsbæjar

270 Mosfellsbær

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

talmoso.is

-

Talþjálfun Vesturlands

300 Akranes

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

talvest.is

-

EKS talþjálfun

600 Akureyri

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

-

4626690

Það er málið

601 Akureyri

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

-

4613839

Talþjálfun Suðurlands

800 Selfoss

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

talsud.is

-

Sigríður Arndís Þórðardóttir

850 Hella

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

-

-

Talmál

900 Vestmannaeyjar

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

8977533

Sprogøre - fjarþjónusta

Kaupmannahöfn

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

sprogoere.dk

 

Málörvun smábarna