Skip to main content

Sérsvið talmeinafræðinga HTÍ

[pb_row ][pb_column span="span6"][/pb_column][pb_column span="span6"][/pb_column][/pb_row][pb_row ][pb_column span="span12"][pb_heading el_title="Talmeinarfræðingar" tag="h1" text_align="inherit" font="inherit" border_bottom_style="solid" border_bottom_color="#000000" appearing_animation="slide_from_left" appearing_animation_speed="medium" ]Talmeinarfræðingar[/pb_heading][pb_list el_title="Talmeinafræðingar" show_icon="yes" icon_position="left" icon_size_value="32" icon_background_type="circle" icon_background_color="#0088CC" icon_c_value="#ffffff" icon_c_color="#ffffff" show_heading="yes" font="inherit" appearing_animation="0" ][pb_list_item heading="Þóra Másdóttir" icon="fa-user" ]
  • Talþjálfun vegna framburðarerfiðleika hjá börnum
  • Ráðgjöf vegna alvarlegra framburðarerfiðleika hjá börnum
  • Talraskanir fullorðinna (þvogl, framburðarfrávik, bæta framsögn)
  • Raddveilur – talþjálfun barna og fullorðinna
  • Kuðungsígræðsla – talþjálfun barna
  • Heyrnarskerðing – talþjálfun barna
  • CODA – talþjálfun barna
  • Talþjálfun vegna málþroskaraskana hjá börnum
  • Snemmtæk íhlutun – mat og ráðgjöf í kjölfar 2½ skoðunar hjá heilsugæslunni
[/pb_list_item][pb_list_item heading="Hrafnhildur Halldórsdóttir" icon="fa-user" ]
  • Talþjálfun vegna framburðarerfiðleika hjá börnum
  • Talþjálfun vegna málþroskaraskana hjá börnum
  • Þjálfun barna með skarð í gómi/vör
  • CODA – talþjálfun barna
  • Heyrnarskerðing – talþjálfun barna
  • Kuðungsígræðsla – talþjálfun barna
  • Snemmtæk íhlutun – mat og ráðgjöf í kjölfar 2 ½ skoðunar hjá heilsugæslunni
[/pb_list_item][pb_list_item heading="Kristín Theodóra Þórarinsdóttir" icon="fa-user" ]
  • Talþjálfun vegna framburðarerfiðleika hjá börnum
  • Talþjálfun vegna málþroskaraskana hjá börnum
  • Þjálfun barna með skarð í gómi/vör
  • Heyrnarskerðing – talþjálfun barna
  • Kuðungsígræðsla – talþjálfun barna
  • Snemmtæk íhlutun – mat og ráðgjöf í kjölfar 2½ skoðunar hjá heilsugæslunni
[/pb_list_item][pb_list_item heading="Friðrik Rúnarsson" icon="fa-user" ]
  • Talþjálfun vegna framburðarerfiðleika hjá börnum
  • Talþjálfun vegna málþroskaraskana hjá börnum
  • Raddveilur – talþjálfun fullorðinna
  • Opið nefmæli (athuganir á nefjun)
  • Heyrnarskerðing – talþjálfun barna og fullorðinna
  • Kuðungsígræðsla – talþjálfun fullorðinna
  • Ráðgjöf vegna talmagnara
  • Snemmtæk íhlutun – mat og ráðgjöf í kjölfar 2 ½ skoðunar hjá heilsugæslunni
[/pb_list_item][/pb_list][pb_divider el_title="Divider 1" div_border_width="1" div_border_style="solid" div_border_color="#E0DEDE" appearing_animation="0" ][/pb_divider][pb_heading el_title="Starfssvíð" tag="h1" text_align="inherit" font="inherit" border_bottom_style="solid" border_bottom_color="#000000" appearing_animation="slide_from_right" appearing_animation_speed="medium" ]Starfssvið og verkferlar talmeinafræðinga[/pb_heading][pb_accordion el_title="Starfssvið og verkferlar talmeinafræðinga " initial_open="0" multi_open="no" filter="no" appearing_animation="slide_from_bottom" appearing_animation_speed="medium" ][pb_accordion_item heading="Starfssviði talmeinafræðinga" icon="" tag="" ]

Starfssviði talmeinafræðinga og talmeinafræðikandídata má skipta í þrjá grunnflokka:

  1. Athugun á tal- og málmeinum („greiningar“).
  2. Talþjálfun vegna tal- og málmeina.
  3. Ráðgjöf til foreldra/aðstandenda sem og leikskólakennara eða annars fagfólks.
[/pb_accordion_item][pb_accordion_item heading="Önnur störf talmeinafræðinga" icon="" tag="" ]

Auk þessara meginþátta sinna talmeinafræðingar og kandídatar ýmsum öðrum málefnum. Sem dæmi má nefna:

  1. Umsýsla beiðna sem berast talmeinafræðingum um athugun á máli og tali barna eða fullorðinna.
  2. Ritun umsagna sem sendar eru skjólstæðingum eða aðstandendum þeirra sem og tilvísandi aðila.
  3. Gerð þjálfunaráætlana, oft í samvinnu við leikskólakennara og annað fagfólk.
  4. Ráðgjöf um sérhæfða meðferð (t.d. vegna talþjálfunar einstaklinga með skarð í gómi eða heyrnarskerðingu) til annarra talmeinafræðinga utan HTÍ.
  5. Umsjón árlegrar innköllunar barna með heyrnarskerðingu í samvinnu við heyrnarfræðing.
  6. Þátttaka í þverfræðilegri teymisvinnu, innan HTÍ (t.d. kuðungsígræðsluteymið) og utan (skarðateymi HTÍ og Landspítalans).
  7. Þýðingar, aðlögun og/eða þróun meðferðarefnis og prófgagna.
  8. Kennsla við HÍ samkvæmt samningi við HTÍ.
  9. Handleiðsla nemenda í talmeinafræði í starfsnámi.
  10. Fyrirlestrar og fræðsluerindi á vegum HTÍ.
[/pb_accordion_item][pb_accordion_item heading="Ferill almennra beiðna sem berast talmeinasviði" icon="" tag="" ]

Hægt er að nálgast beiðnir um athugun hjá talmeinafræðingi á vef HTÍ: http://hti.is/index.php/is/tal/beidnir/beidhni-fyrir-barn

http://hti.is/index.php/is/tal/beidnir/beidhni-fyrir-fullordhinn

Til að fá beiðni samþykkta til umsagnar verður tilvísun að hafa borist frá talmeinafræðingi, lækni, hjúkrunarfræðingi eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni. Þegar beiðni hlýtur jákvæða umsögn er umsækjandi í flestum tilvikum bókaður innan 2 mánaða eftir að beiðni berst. Afgreiðslutíminn fer eftir fjölda beiðna sem fyrir liggja hverju sinni.

Í kjölfar athugunar og ráðgjafar hjá talmeinafræðingi geta úrræðin verið af ýmsum toga:

  1. Niðurstöður mats gefa til kynna eðlilega færni í tali/máli/rödd og afskiptum talmeinafræðings þannig lokið.
  2. Skjólstæðingur (ef um barn er að ræða) greinist í lágu meðaltali miðað við jafnaldra. Boðið er upp á ráðgjöf til foreldra og stundum leikskólakennara. Mælt er með endurmati eftir nokkra mánuði.
  3. Niðurstöður mats gefa til kynna tal-/mál-/raddmein. Þá er tvennt í stöðunni sem metið er m.t.t. aðstæðna hverju sinni: a. boðið er upp á talþjálfun á HTÍ í nokkur skipti (oftast til að brúa bilið þar til að viðkomandi kemst að hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingi); b. ráðlagt er að skjólstæðingur (eða foreldrar hans ef um barn er að ræða) sæki um talþjálfun hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingi eða leiti annarra úrræða, t.d. ef boðið er upp á þjónustu talmeinafræðings á þjónustumiðstöð eða skólaskrifstofu.

Langflestar umsóknir um athugun hjá talmeinafræðingi á HTÍ eru vegna barna sem grunur leikur á um að séu með tal- eða málþroskavanda. Börn sem eru í forgangshópi fyrir athugun á tal- og málþroska á HTÍ eru:

  • Börn sem eru heyrnarskert.
  • Börn sem fæðast með skarð í gómi/vör.
  • Börn sem fá slaka útkomu á Brigance/PEDS í 2 ½ árs skoðun heilsugæslunnar.
  • Börn utan af landi þar sem viðunandi úrræði eru ekki í heimabyggð.
  • Börn með raddveilur.

Börn sem eru í forgangshópi fyrir talþjálfun á HTÍ eru:

  • Börn sem eru heyrnarskert.
  • Börn sem fæðast með skarð í gómi/vör.
  • Börn með raddveilur.
[/pb_accordion_item][pb_accordion_item heading="„Sérhópar“ talmeinafræðinga Heyrnar- og talmeinastöðvar" icon="" tag="" ]

Eins og áður kom fram eru einstaklingar (börn og fullorðnir) með heyrnarskerðingu, skarð í gómi/vör og raddveilur í forgangi í athugun talmeinafræðinga og talþjálfun hjá talmeinafræðingum á HTÍ. Auk þess eru börn sem fá slaka útkomu á Brigance og/eða PEDS í 2 ½ árs skoðun heilsugæslunnar í forgangi fyrir athugun hjá talmeinafræðingi enda kemur fram í handbók heilsugæslunnar að vísa beri/megi þeim börnum á HTÍ.

Heyrnarskertir einstaklingar: Tilvísun um athugun hjá talmeinafræðingi kemur oftast frá heyrnarfræðingi eða lækni stöðvarinnar.

Heyrnarskertir/-lausir einstaklingar með kuðungsígræðslu: Tilvísun um athugun hjá talmeinafræðingi berst frá lækni stöðvarinnar. Ferill þjónustu er mismunandi eftir því hvort um barn eða fullorðinn er að ræða:

                Barn: Foreldrar barna fá ráðgjöf um málþroska og málörvun frá talmeinafræðingi fyrir aðgerð. Eftir aðgerð og fyrstu stillingu/-ar byrjar barnið í talþjálfun. Náin samvinna er við aðra í kuðungsígræðsluteyminu. Einnig er mikil samvinna við leikskólakennara og annað fagfólk sem kemur að málum barnsins og þjónustu við það.

                Fullorðinn: Talmeinafræðingur athugar talgreiningu og almenna tjáskiptafærni fyrir aðgerð.
Eftir aðgerð og fyrstu stillingu/-ar hefur ígræðsluþeginn talþjálfun. Náin samvinna er við aðra í kuðungsígræðsluteyminu sem samanstendur af sérfræðingum HTÍ og lækni á Landspítalanum.

Börn með skarð í gómi/vör: Tilvísun kemur frá talmeinafræðingi á Landspítalanum í kringum 12 mánaða aldurinn en barnið er kallað inn til skoðunar á HTÍ þegar það er u.þ.b. 18 mánaða. Talmeinafræðingur athugar hljóðmyndun og málþroska og metur hvort þurfi nánari eftirfylgni (talþjálfun) strax eða hvort reglulegt eftirlit er nóg. Fylgst er með heyrn barnsins og fer mæling yfirleitt fram eftir að barnið er komið í ferli hjá talmeinafræðingi.  

Einstaklingar með raddveilu: Beiðni berst frá háls-, nef og eyrnalækni, annað hvort innan HTÍ eða utan. Einstaklingi með raddveilu er boðið upp á talþjálfun ef ástæða þykir til. Þjálfunin er oftast í nokkur skipti yfir 2-3 mánuði en í undantekningartilvikum er hún tíðari og stendur lengur yfir.

Allir sérhópar: Í boði er talþjálfun á staðnum (á HTÍ eða í leikskólanum Sólborg fyrir heyrnarskert börn) eða fjartalþjálfun ef svo ber undir.

[/pb_accordion_item][/pb_accordion][/pb_column][/pb_row]
Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline