Algengar spurningar og svör - málþroski

Algengar spurningar - málþroski

Upplýsingar um almenna málörvun má til dæmis finna á heimasíðu Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar; Almenn málörvun barna (grein). Einnig eru góð ráð á vef heilsugæslunnar; Málörvun - góð ráð á heilsuvera.is

 

Sérvalin orð: málþroski

Mikilvægt er að ganga úr skugga um að heyrn barnsins sé eðlileg. Hægt er að panta tíma í heyrnarmælingu á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Einnig er gott að ræða við heilsugæsluna sem sinnir eftirliti með almennum þroska barnsins. Það er eðlilegt að málskilningur sé meiri en máltjáning, það er barnið skilji mun meira en það getur tjáð sig um. Til að fá upplýsingar um hvernig hægt er að örva tjáningu er hægt að skoða síðuna: Almenn málörvun barna (grein). Ef verulegar áhyggjur eru af málþroskanum er hægt að senda beiðni til talmeinafræðings sem metur hvort þörf sé á íhlutun.

 

Mikilvægt er að ganga úr skugga um að barnið heyri eðlilega. Verið getur að barnið sé með frávik í málþroska. Hægt er að panta tíma hjá talmeinafræðingi á Heyrnar-og talmeinastöð Íslands eða hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum. Leikskóli barnsins getur einnig haft milligöngu um að athuga úrræði.

 

Sérvalin orð: frávik, leikskóli