Á ÉG AÐ LÁTA KLIPPA Á TUNGUHAFT HJÁ BARNINU MÍNU?
Mörg börn með tunguhaft eiga ekki í neinum erfiðleikum. Haftið annað hvort teygist meðan þau stækka eða að þau aðlaga sig því. Ef barnið á í erfiðleikum með að taka brjóst, halda munnsvæðinu hreinu eða mynda málhljóð sem mynduð eru með tungubroddi (t.d. /t/, /d/, /s/, /n/, /r/, /l/) skaltu ráðfæra þig við heilsugæsluna, barnalækni eða talmeinafræðing vegna framburðarerfiðleika.