Skip to main content

BARNIÐ MITT SEGIR EKKI /S/. HVAÐ GET ÉG GERT TIL AÐ HJÁLPA ÞVÍ?

Það er eðlilegt að börn myndi málhljóðið /s/ með því að stinga tungubroddi út á milli tanna (smámælgi) nokkuð fram eftir aldri. Mörg börn ná fljótt valdi á þessu hljóði en ef barnið þitt er orðið  5 ára gamalt og er enn „smámælt“ er mælt með athugun hjá talmeinafræðingi. Ef barnið er 4-5 ára og sleppir alltaf /s/ í samhljóðaklösum er um annars konar vanda að ræða og rétt að leita ráða hjá talmeinafræðingi. Ef barnið þitt er með opið bit og tungubroddur leitar út er ráðlagt að leita til talmeinafræðings/tannlæknis til að skoða hvort óeðlilegur tunguþrýstingur sé til staðar.

Bókin „Lubbi finnur málbein“ eftir Þóru Másdóttur og Eyrúnu Ísfold talmeinafræðinga örvar málhlóðamyndun barna. Einnig eru til bækurnar „Lærum og leikum með hljóðin“ og „S-bókin“ eftir Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðing og „Hljóðabelgur“ eftir Þóru Másdóttur og Hrafnhildi Halldórsdóttur talmeinafræðinga (sú síðastnefnda fæst á Heyrnar- og talmeinastöð). Athugið að þegar unnið er með framburðarþjálfun er mjög mikilvægt að fá leiðsögn hjá talmeinafræðingi sem gerir ítarlega úttekt á hljóðkerfi barnsins.

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline