Skip to main content

Börn og heyrnarvernd

barn með eyrnabólgu

Heyrnarskerðing hjá börnum

Heyrnarvernd barna er afar mikilvæg því að heyrnin leikur lykilhlutverk í hæfni barnsins þíns til að læra, tjá sig og taka þátt í öllum þáttum samfélags við aðra.

Mörg börn tapa heyrn tímabundið vegna of mikils eyrnamergs eða vegna eyrnabólgu (Otitis Media). Eyrnabólga er oft mjög sársaukafull og getur valdið heyrnartapi. Nauðsynlegt er að lækna hana hratt og rétt.

Undir venjulegum kringumstæðum er eyrnamergur af hinu góða og skaðar ekki barnið þitt. En komið getur fyrir að offramleiðsla eyrnamergs valdi heyrnartapi. Þá getur þú leitað til heilusgæslunnar eða hingað til okkar á Heyrnar-og talmeinastöð Íslands og fengið hjálp.

Ekki reyna að fjarlægja eyrnastíflur sjálf!

Ekki fjarlægja eyrnastíflur sjálf, þið gætuð valdið varanlegum skaða á heyrn barnsins.

Aðrar tegundir heyrnartaps geta verið varanlegar og haft langvinn áhrif á barnið. Heyrnarleysi hindrar þroska barnins, félagslega færni og þátttöku. Heyrnartæki geta verið besta leiðin til að bæta úr vandanum ef aðrar leiðir bjóðast ekki. Ráðleggingar um heyrnartæki færðu hjá sérfræðingum okkar.

Miklu skiptir að börn með heyrnartap séu greind og meðhöndluð eins fljótt og auðið er. Vanmeðhöndlað heyrnartap getur haft mjög neikvæð áhrif á námsgetu, tjáskiptahæfni og félagsfærni barnsins. Ef barnið þitt fær heyrnartæki er mikilvægt að muna að það getur tekið langan tíma að venjast tækjunum. Oft þarf að endurstilla tækin reglulega og finna bestu hugsanlegu lausnina sem hæfir barninu þínu.

Leitaðu ráða hjá okkur!

Einnig: http://hti.is/index.php/is/heyrn/heyrnarskerdhing/skolinn

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline