Skip to main content

Skólinn

Heyrnarskertir nemendur og skólinn!

Flest heyrnarskert börn stunda nám í sínum hverfisskóla og gengur vel. Þegar heyrnarskertur nemandi hefur skólagöngu er mikilvægt að kennarinn setji sig inn í ýmislegt er lýtur að heyrnarskerðingu. Huga þarf að því hvar nemandinn situr, þ.e. uppröðuninni í kennslustofunni og hljóðdempandi aðgerðum, sem reyndar henta öllum vel, bæði kennurum og nemendum. Einfaldar aðgerðir eins og að setja tennisbolta neðan á borð- og stólfætur og nota dúka í matsal, dregur mikið úr hávaða.

Einnig þarf að huga að því hvort nemandinn noti annan hjálparbúnað en heyrnartæki, eins og t.d. fm búnað. Starfsfólk Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar er ávallt reiðubúið að kenna, bæði á heyrnartæki og fm búnað, og fara yfir með með kennurum og skólastjórnendum þau atriði sem skipta máli fyrir heyrnarskerta nemendur.

Í Hlíðaskóla er starfrækt táknmálssvið. Þar eru nú um 20 heyrnarlausir og heyrnarskertir nemendur. Skólinn er vel tækjum búinn til að taka á móti heyrnarskertum nemendum og hluti kennslunnar fer fram á táknmáli.

Heyrnarskertir nemendur

Hljóðvist í kennslustofum

Til þess að börn geti sem best tileinkað sér námsefni er afar mikilvægt að hljóðvist sé fullnægjandi í skólastofum. Umhverfishljóð og endurómun hafa áhrif á hljóðvist kennslustofunnar en endurómun er það kallað þegar hljóð skellur á hörðum fleti svo sem veggjum, gólfi, lofti eða borði. Því stærri sem hörðu fletirnir eru því lengri verður endurómunin. Draga má úr endurómun með því að setja t.d. tennisbolta eða fílt undir stóla og borð. Teppi á gólfum getur verið góð lausn í sumum tilfellum og þá er einnig gott að hafa skrifborðsmottur á borðum. Huga þarf að umhverfishljóðum og áhrifum þeirra á nemendur sem eru hljóð eins og í loftræstingu, hávaði frá umferð, leikvöllum og aðliggjandi kennslustofum.

Þar sem fjarlægð og umhverfishljóð geta haft veruleg áhrif á það hvernig nemendur heyra í kennaranum er gott að raða bekknum upp í U ef því verður við komið. Tryggja þarf að heyrnarskertur nemandi sitji nálægt kennaranum, þannig á hann betra með að heyra í kennaranum og getur einnig séð andlit hans. Opin rými eru afar erfið fyrir alla heyrnarskerta og ber að forðast að heyrnarskert börn séu í þannig rýmum. Hugið vel að því að í kennslustofunni séu ekki hávær tæki eins og t.d loftræsting og dælur í fiskabúrum.

Allir nemendur njóta góðs af bættri hljóðvist í kennslustofum ekki bara þau heyrnarskertu. Þegar heyrnarskert barn kemur í skólann er gott að kynna sér heyrnartækin sem barnið notar og einnig hvort barnið þurfi einhver önnur hjálpartæki í skólanum. Samskipti eru samvinna og því mikilvægt að taka tillit til allra. Öll skilaboð ættu að vera skrifleg til að tryggja að allir nemendur nái þeim.

Ef taka þarf niður glósur ber að hafa í huga að heyrnarskertur nemandi getur ekki bæði horft á kennarann til að "heyra" hvað hann segir og skrifað niður eftir honum. Hann þarf að fá nægan tíma til þess. Ef það er ekki mögulegt þarf hann annað hvort að fá efnið frá kennara eða honum tryggð glósuhjálp.
Gott er að nota látbragð og bendingar. Einkum kemur það sér vel í leikfimi og sundi að kennarinn noti bendingar og gefi fyrirmælin með nemandann nálægt sér. Ef heyrnarskertir ná ekki skilaboðunum bíða þeir oft eftir því að hinir byrji og herma svo eftir.
Vista
Vefkökur samþykki og yfirlit
Við notum vefkökur til að betrumbæta notendaupplifun vefsins. Ef þú samþykkir ekki notkun vefkaka getur það bitnað á virkni og notkun hans.
Samþykki allar
Neita öllum
Lesa skilmála
Functional
Forrit sem eru notuð til að veita þér fleiri möguleika eins og til dæmis tengingu við samfélagsmiðla.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Samþykkja
Neita
Analytics
Forrit sem skráir og mælir skilvirkni vefsíðunnar. Greinir notkun gesta. Við notum þessar upplýsingar til að betrumbæta upplifun notenda.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Samþykkja
Neita