Góð ráð til hjóna
- Það er álag að eiga að heyra eða vera fullviss um að manns eigin orð heyrist.
- Komið ykkur því saman um að einhvern ákveðinn tíma dagsins skuli samtöl liggja niðri.
- Munið að gefa heyrnarskertum hlustunarhlé.
- Veljið samtalsaðstæður af kostgæfni. Sjáið til þess að þar ríki friður og ró.
- Munið að heyrnarskertur einstaklingur hefur ekki alltaf sama úthald og þið til að hlusta og ræða málin í lengri tíma.
- Munið að gefa hinum heyrnarskerta merki um að nú ætlið þið að segja eitthvað.
- Sjáið til þess að þið náið augnsambandi - staðsetjið ykkur fyrir framan hann eða leggið varlega hönd á öxl honum til að gera vart við ykkur. Með því tryggið þið að hann meðtaki allt frá byrjun.
- Komið ykkur saman um nákvæmar reglur um hvenær hinn heyrandi skal vera stuðningur í samskiptum og hvenær ekki, t.d. við aðstæður þar sem fleiri eru saman komnir. Munið að það er á allra ábyrgð að allir fái jafnmiklar upplýsingar.
- Æfið ykkur í að tjá ástina án orða. Búið sameiginlega til orðlaus tákn eða merki sem tjá tilfinningar ykkar.
- Munið að aðgreina venjuleg sambúðarvandamál frá vandamálum sem upp koma vegna heyrnarskerðingarinnar.
- Ræðið sambúðarvandamálin við bestu aðstæður og þegar bæði hafa gott úthald til að hlusta!