Skip to main content

Hávaðavarnir

Hávaðavarnir:

Lenti á sjúkrahúsi vegna of langrar tölvuleikjaspilunar í miklum hávaða

Avik Banerjee, háskólakennari frá Bristol, Englandi, lenti nýlega á sjúkrahúsi vegna afleiðinga mikillar tölvuleikjaspilunar ( að minnsta kosti fimm klukkustundir á dag) yfir langt tímabil (síðustu 15 árin).

Hinn 38 ára gamli leikjaáhugamaður, sem vann m.a. 35,000 pund í Global Call Of Duty móti, sökkti sér niður í sýndarvígvelli vinsælla leikja eins og Call of Duty og Fortnite, oft að keppa við aðra leikmenn.

Eins og aðrir spilarar notar Avik ávallt heyrnartól og sagðist hafa hljóðið á hæsta mögulega hljóðstyrk þrátt fyrir að hann vissi að það væri of hátt.

Hann hélt áfram að spila svona þar til í ágúst 2023, þegar hann byrjaði að fá svimaköst og féll einn daginn meðvitundarlaus á leið heim úr vinnu.

Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem honum var síðar sagt að hann hefði skemmt jafnvægiskerfi sitt (vestibular kerfi) - litlu beinin í eyranu sem hafa áhrif á jafnvægi líkamans.

,,Fjarheyrn mín er alveg horfin - ef það er hátt hljóð eða tónlist í fjarska heyri ég það ekki," segir Avik.

,,Læknar hafa sagt mér að ég gæti þurft heyrnartæki ef heyrnartapið versnar - ég þarf meira að segja að fara í skoðun á sjúkrahúsi á tveggja mánaða fresti til að fylgjast með jafnvæginu. Fólk þarf að vita um varanlegan skaða sem tölvuleikir geta valdið," leggur Avik áherslu á.

Rétt eins og Avik stillir rúmur helmingur þeirra sem nota leikjaheyrnartól hljóðstyrkinn of hátt og þriðjungur spilara upplifa breytingu á heyrn eftir leikjalotu.

Rannsókn Specsavers, sem gerði könnun meðal 1.000 fullorðinna sem spila tölvuleiki, leiddi í ljós að þeir sem nota heyrnartól eyða að meðaltali 260 klukkustundum á ári í tölvuleikjaspilun.

Hringjandi eða suðandi hljóð, aukið næmi fyrir eðlilegum hljóðum og eymsli í eyrum voru meðal aukaverkana of mikillar tölvuleikjaspilunar. Og þriðjungur sagðist hafa upplifað þessar aukaverkanir oft, samkvæmt OnePoll.com gögnum.

En svo virðist sem leikmenn séu að verða meðvitaðri um hugsanlegar aukaverkanir langrar notkunar á hátt stilltum heyrnartólum, þar sem 43% segjast meðvitaðir um langtímaáhrifin sem langvarandi spilun getur haft á sjón þeirra og heyrn.

Gordon Harrison, yfirheyrnarfræðingur hjá Specsavers, sagði: "Tölvuleikir hafa fljótt orðið ein uppáhalds dægradvöl Breta. Hins vegar, eins og rannsóknir okkar sýna, er mikilvægt

að allir spili eins öruggt og mögulegt er með því að taka reglulega hlé til að tryggja að þú sért ekki að setja of mikið álag á augu og eyru."

NHS læknir, Dr Amir Khan, sagði: "Þar sem stærstu leikir ársins koma út og jólin nálgast óðfluga, munu spilarar vera límdir við skjái sína og heyrnartól meira en nokkru sinni fyrr. Reynsla Avik og rannsóknin undirstrikar að það er mjög auðvelt að láta hrífast með og vanrækja eyrna- og augnheilsu þegar maður er á kafi í tölvuleikjum.“

Hvað er til ráða?

Það eru hins vegar til nokkur einföld og auðveld ráð sem geta hjálpað leikmönnum að njóta tölvuleikja án þess að hafa skaðleg áhrif á líkamlega líðan þeirra:

1. Takmarkaðu spilatímann: Því meiri hávaði, þeim mun oftar skalt þú taka hlé, svo lækkaðu hljóðstyrkinn og settu tímamörk á milli hléa.

2. Kauptu gæðatæki: Hágæða heyrnartól eða eyrnatappar gefa venjulega betra hljóð og gera það ólíklegra að þú þurfir að auka hljóðstyrkinn. Íhugaðu hávaðadeyfandi (noise cancelling) heyrnartól til að draga úr bakgrunnshljóði og upplifa þægilegri upplifun við lægri hljóðstyrk.

3. Notaðu hljóðtakmarkandi tækni: Sum tæki eru með innbyggða tækni sem halda hljóðstigi öruggu svo þau eru frábær kostur fyrir alla sem hafa tilhneigingu til að hækka hljóðstyrkinn. Ýmis snjallforrit sem sett eru upp á hlustunartækjum geta einnig haldið hávaðastigi á heilbrigðu stigi með því að takmarka hversu hátt hljóðstyrkurinn getur farið.

4. Stilltu skjástillingar: Breyttu birtustigi skjásins og skjástillingum í eitthvað sem líður vel, þar sem það mun hjálpa til við að forðast of mikla áreynslu á augun.

5. Fylgdu 20-20-20 reglunni: Taktu þér 20 sekúndna hlé á 20 mínútna fresti og einbeittu augunum að einhverju í að minnsta kosti 20 feta fjarlægð (5-6 metra) til að draga úr áreynslu í augum.

6. Reglulegar augna- og eyrnaprófanir: Það er sjálfsagt og reyndar nauðsynlegt að láta sjón- eða heyrnarfræðing prófs sjón þína og heyrn reglulega og sérstaklega ef þú finnur fyrir einhverjum einkennum í augum eða eyrum.

(Heimild: Daily Mirror)

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline