Skip to main content

Norræn skilgreining á daufblindu - samþættri sjón- og heyrnarskerðingu

Daufblinda kallast það þegar samþætt sjón- og heyrnarskerðing er til staðar í þeim mæli að hún gerir skertu skynfærunum erfitt fyrir að bæta upp fyrir hvort annað. Þess vegna er samþætt sjón- og heyrnarskerðing sértæk fötlun.


Helstu áhrif

  • samþætt sjón- og heyrnarskerðing takmarkar, í mismiklum mæli, virkni og kemur í veg fyrir fulla samfélagsþátttöku
  • samþætt sjón- og heyrnarskerðing hefur áhrif á félagslíf, samskipti, aðgengi að upplýsingum, áttun og öruggt umferli
  • snertiskynfærin verða mikilvægari til að bæta upp fyrir samþættu sjón- og heyrnarskerðinguna


Samþætt sjón- og heyrnarskerðing


Alvarleiki samþættrar sjón- og heyrnarskerðingar tekur mið af:

  • hvenær á lífsleiðinni skerðingin byrjar að hafa áhrif m.t.t. málþroska og samskipta
  • hversu mikil sjón- og heyrnarskerðingin er
  • hvort skerðingin sé meðfædd eða áunnin
  • hvort skynskerðingin tengist öðrum skerðingum
  • hvort skerðingin sé stöðug eða ágerist

Sértæk fötlun


Þegar skertu skynfærin eiga erfitt með að bæta upp fyrir hvort annað hefur það í för með sér að:

  • tilraunir til að nota skert skynfæri til að bæta upp fyrir annað taka langan tíma, mikla orku og skila takmörkuðum árangri
  • þegar virkni sjónar og heyrnar minnkar eykst þörfin fyrir að nota aðra skynjun (t.d. haptíska, snertiskyn, hreyfiskynjun, bragð og lykt)
    • það takmarkar aðgengi að upplýsingum úr fjarlægð
      o þörf til að reiða sig á upplýsingar frá nærumhverfi eykst
      o skilningur á upplýsingum þarf að byggjast á minni og ályktanir eru dregnar af slitróttum upplýsingum


Virkni og þátttaka


Samþætt sjón- og heyrnarskerðing takmarkar athafnir einstaklingsins og kemur í veg fyrir fulla þátttöku hans í samfélaginu. Til að gera einstaklingnum kleift að nota getu sína og úrræði þarf samfélagið að auðvelda það með sérsniðinni þjónustu:

  • einstaklingurinn og umhverfi hans eiga að taka jafnan þátt, en ábyrgðin á aðgengi að virkni er í höndum samfélagsins. Aðgengilegt samfélag ætti að lágmarki að innihalda:
    o aðgengilegan og hæfan samskiptafélaga
    o aðgengilega sérhæfða daufblindutúlkun, þar með talið taltúlkun, umhverfislýsingar og leiðsögn
    o aðgengi að upplýsingum fyrir alla
    o persónulega aðstoð til að auðvelda daglegt líf
    o aðlagað umhverfi
    o aðgengilega tækni og tæknileg hjálpartæki
  • Einstaklingur með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu getur búið við meiri fötlun við eina athöfn en minni við aðra. Mismunandi virkni getur verið afleiðing af bæði umhverfisþáttum og persónulegum þáttum.
  • Sérhæfð þekking um samþætta sjón- og heyrnarskerðingu ásamt þverfaglegri nálgun er nauðsynleg fyrir rétta þjónustu.
Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline