Skip to main content

Norræn skilgreining á daufblindu - samþættri sjón- og heyrnarskerðingu

Daufblinda kallast það þegar samþætt sjón- og heyrnarskerðing er til staðar í þeim mæli að hún gerir skertu skynfærunum erfitt fyrir að bæta upp fyrir hvort annað. Þess vegna er samþætt sjón- og heyrnarskerðing sértæk fötlun.


Helstu áhrif

  • samþætt sjón- og heyrnarskerðing takmarkar, í mismiklum mæli, virkni og kemur í veg fyrir fulla samfélagsþátttöku
  • samþætt sjón- og heyrnarskerðing hefur áhrif á félagslíf, samskipti, aðgengi að upplýsingum, áttun og öruggt umferli
  • snertiskynfærin verða mikilvægari til að bæta upp fyrir samþættu sjón- og heyrnarskerðinguna


Samþætt sjón- og heyrnarskerðing


Alvarleiki samþættrar sjón- og heyrnarskerðingar tekur mið af:

  • hvenær á lífsleiðinni skerðingin byrjar að hafa áhrif m.t.t. málþroska og samskipta
  • hversu mikil sjón- og heyrnarskerðingin er
  • hvort skerðingin sé meðfædd eða áunnin
  • hvort skynskerðingin tengist öðrum skerðingum
  • hvort skerðingin sé stöðug eða ágerist

Sértæk fötlun


Þegar skertu skynfærin eiga erfitt með að bæta upp fyrir hvort annað hefur það í för með sér að:

  • tilraunir til að nota skert skynfæri til að bæta upp fyrir annað taka langan tíma, mikla orku og skila takmörkuðum árangri
  • þegar virkni sjónar og heyrnar minnkar eykst þörfin fyrir að nota aðra skynjun (t.d. haptíska, snertiskyn, hreyfiskynjun, bragð og lykt)
    • það takmarkar aðgengi að upplýsingum úr fjarlægð
      o þörf til að reiða sig á upplýsingar frá nærumhverfi eykst
      o skilningur á upplýsingum þarf að byggjast á minni og ályktanir eru dregnar af slitróttum upplýsingum


Virkni og þátttaka


Samþætt sjón- og heyrnarskerðing takmarkar athafnir einstaklingsins og kemur í veg fyrir fulla þátttöku hans í samfélaginu. Til að gera einstaklingnum kleift að nota getu sína og úrræði þarf samfélagið að auðvelda það með sérsniðinni þjónustu:

  • einstaklingurinn og umhverfi hans eiga að taka jafnan þátt, en ábyrgðin á aðgengi að virkni er í höndum samfélagsins. Aðgengilegt samfélag ætti að lágmarki að innihalda:
    o aðgengilegan og hæfan samskiptafélaga
    o aðgengilega sérhæfða daufblindutúlkun, þar með talið taltúlkun, umhverfislýsingar og leiðsögn
    o aðgengi að upplýsingum fyrir alla
    o persónulega aðstoð til að auðvelda daglegt líf
    o aðlagað umhverfi
    o aðgengilega tækni og tæknileg hjálpartæki
  • Einstaklingur með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu getur búið við meiri fötlun við eina athöfn en minni við aðra. Mismunandi virkni getur verið afleiðing af bæði umhverfisþáttum og persónulegum þáttum.
  • Sérhæfð þekking um samþætta sjón- og heyrnarskerðingu ásamt þverfaglegri nálgun er nauðsynleg fyrir rétta þjónustu.