Skip to main content

Spurningar og svör - heyrnarsvið

Getur hver sem er pantað tíma í heyrnarmælingu?

Já, ekki þarf sérstaka beiðni til að panta tíma í heyrnarmælingu. 

 

Hvað er eðlileg heyrn?

Heyrn er mæld í desibelum(dB) og tíðnum(Hz). Tíðnirnar sem eru aðalega notaðar í heyrnarmælingum eru 250 Hz til 8000 Hz. Hægt er að mæla styrk frá -10 dBHL til 110 dBHL, athuga skal að 0 dBHL þýðir ekki þögn. Heyrn er eðlileg þegar allar mældar tíðnir eru 20 dB eða lægri.

 

Ég held að ég þurfi heyrnartæki, hvað á ég að gera?

Allir sem vilja panta heyrnartæki þurfa að fara fyrst í heyrnarmælingu hér á HTÍ. Í heyrnarmælingunni kemur í ljós hvort þörf sé á heyrnartækjum. Sé þörf á heyrnartækjum fær viðkomandi tíma hjá heyrnarfræðingi til að fara yfir hvaða heyrnartæki henta honum.

 

Hvað kosta heyrnartæki?

Til eru margar gerðir af heyrnartækjum og verðbilið er þó nokkuð breitt.

Flestir framleiðendur bjóða upp á heyrnartæki í 3 verðflokkum og innan verðflokkanna eru ýmsar tegundir.

Val á verðflokki fer eftir dagsdaglegum þörfum og aðstæðum hvers og eins. Ef aðstæður eru krefjandi þá hefur einstaklingur meira gagn af heyrnartækjum í dýrari verðflokkum. Ef umhverfið gerir ekki miklar kröfur til viðkomandi þeim mun minni þörf er á dýrum tækjum. Þegar verðflokkarnir eru bornir saman milli framleiðenda er verðmunurinn ekki mikill.

Hjá HTÍ er verðbilið á heyrnartækjum frá 50.000 kr til 200.000 kr. Mikil þróun er í heyrnartækjum og fylgist starfsfólk HTÍ mjög vel með þeim en framleiðendurheyrnartækjanna sem eru til sölu hjá HTÍ senda okkur meðal annars reglulega upplýsingar oghalda fyrirlestra. Heyrnarfræðingur fer síðan yfir aðstæður hvers og eins og ráðleggur varðandi kaup á heyrnartækjum.

 

Fá allir niðurgreiðslu á heyrnartækjum?

Þeir sem eru með svokallað tónmeðaltal 30 dB, eða hærra á betra eyra, eiga rétt á niðurgreiðslu vegna kaupa á heyrnartækjum. Þegar tónmeðalgildið er komið upp í 50 dB, eða hærra á betra eyra, á viðkomandi rétt á 80% niðurgreiðslu á hjálpartækjum, öðrum en

heyrnartækjum. Þegar tónmeðalgildið er 70 dB, eða hærra á betra eyra, á viðkomandi rétt á 80% niðurgreiðslu á heyrnartækjum.

 

Barnið mitt er 2 ára og mig grunar að það heyri ekki nógu vel. Er hægt að heyrnarmæla svona ungt barn?

Börn frá 6 mánaða til 3 1/2 árs eru mæld þannig að þau sitja í kjöltu foreldris og fá að hlusta á hljóð, annað hvort úr hátölurum eða með heyrnartólum. Þegar hljóð heyrist bregðast flest börn við með því að líta til hliðar. Þegar barnið lítur til hliðar fær það að sjá dýr skoppa í kassa, flestum börnum finnst þetta mjög spennandi. Miklu máli skiptir að foreldri bregðist sjálft ekki við hljóðunum en gott er að foreldri haldi athygli barns frá kassanum milli hljóða.

Þegar börn eldast, eða svona um 3 1/2 árs aldur, er hægt að láta þau kubba. Leikurinn virkar þannig að þegar þau heyra hljóð taka þau kubb úr einum kassa og setja ofan í annan. Við 6 ára aldur er hægt að nota sömu mælingar og notaður eru til að mæla heyrn fullorðinna en þá ýtir barnið á takka þegar það heyrir hljóð.

 

Ég er með heyrnartæki sem mér finnst ég ekki heyra eins vel með og áður, hvað get ég gert?

Algengasta ástæðan fyrir þessu er að mergur hefur lokað fyrir hljóð frá hátalara. Áður en komið er með tæki í viðgerð mælum við með því að byrja á því að skipta um mergsíu á tækinu og bursta vel frá hljóðnemum og hátalara einnig getur þurft að skipta um plast túður ef þær eru notaðar þar getur mergur safnast fyrir og lokað fyrir allt hljóð.

Ef þetta leysir ekki vandann er mögulegt að koma eða senda tækið til okkar í viðgerð. 

 

Heyrnartækið mitt hætti allt í einu að virka, er það bilað?

Margar mismunandi ástæður geta verið fyrir því að heyrnartæki þagni. Rafhlaðan getur verið tóm þótt hún sé ný, í einstaka tilfellum geta leynst gallaðar rafhlöður í spjöldunum.

Tækið getur verið stíflað, mergur getur fundið sér leið inn i rásina sem liggur frá hátalaranum og þá þarf að hreinsa það eða skipta um mergsíu (ef hún á að vera).

Ef um er að ræða heyrnartæki með hátalara í hlust getur slangan verið farin í sundur. Ef svo er þarf að hafa samband við heyrnarfræðing.

 

Ég er með heyrnartæki en heyri samt ekki nægilega vel í sjónvarpinu, hvað get ég gert?

Hægt er að fá hjálparbúnað fyrir heyrnartækin til að heyra betur í sjónvarpi og útvarpi. Fáðu tíma hjá heyrnarfræðingi og fáðu ráðleggingar um hvað hentar þér.

 

Ég er ekki viss um að vakna við reykskynjarann, hvað er til ráða?

Hægt er að fá hjálpartæki fyrir ýmsa hljóðgjafa eins og reykskynjara, dyrabjöllu og síma. Einnig er hægt að fá vekjaraklukku fyrir heyrnarskerta. Pantaðu tíma í hjálpatækjaráðgjöf hjá heyrnarfræðingi og fáðu upplýsingar um hvað hentar þér.

 

 

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline