Skip to main content

Heyrnarsvið

Á heyrnarsviði Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands (HTÍ) starfa sérfræðingar á svið heyrnar. Heyrnarfræðingar á HTÍ sinna einstaklingum með heyrnarskerðingu, bæði fullorðnum og börnum.  Þeir sinna greiningu, ráðgjöf og endurhæfingu/hæfingu fyrir þennan hóp. Rík áhersla er lögð á að finna einstaklingsmiðaðar lausnir til að auðvelda daglegt líf fólks og bæta heyrn. Heyrnarsvið vinnur þverfaglega með öðrum sérfræðingum innan sem utan stofnunarinnar. 

Heyrnarsvið

Spurt og svarað á heyrnarsviði

Ég þarf að koma með barn í heyrnarmælingu hvernig ber ég mig að?

Þú getur pantað tíma á vefnum okkar " hér " eða sent okkur póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingum um barnið. Ef það eru ekki lausir tímar fer barnið á biðlista og haft verður samband þegar röðin kemur að því.

Þarf að vera með beiðni til að koma með börn í heyrnarmælingu ?

Nei það það þarf ekki beiðni ef um er að ræða einungis heyrnarmælingu. Aftur á móti ef barnið þarf að heimsækja heyrnarlækni þarf tilvísun frá heimilis- eða heilsugæslulækni. 

Norræn skilgreining á daufblindu - samþættri sjón- og heyrnarskerðingu

Daufblinda kallast það þegar samþætt sjón- og heyrnarskerðing er til staðar í þeim mæli að hún gerir skertu skynfærunum erfitt fyrir að bæta upp fyrir hvort annað. Þess vegna er samþætt sjón- og heyrnarskerðing sértæk fötlun.


Helstu áhrif

 • samþætt sjón- og heyrnarskerðing takmarkar, í mismiklum mæli, virkni og kemur í veg fyrir fulla samfélagsþátttöku
 • samþætt sjón- og heyrnarskerðing hefur áhrif á félagslíf, samskipti, aðgengi að upplýsingum, áttun og öruggt umferli
 • snertiskynfærin verða mikilvægari til að bæta upp fyrir samþættu sjón- og heyrnarskerðinguna


Samþætt sjón- og heyrnarskerðing


Alvarleiki samþættrar sjón- og heyrnarskerðingar tekur mið af:

 • hvenær á lífsleiðinni skerðingin byrjar að hafa áhrif m.t.t. málþroska og samskipta
 • hversu mikil sjón- og heyrnarskerðingin er
 • hvort skerðingin sé meðfædd eða áunnin
 • hvort skynskerðingin tengist öðrum skerðingum
 • hvort skerðingin sé stöðug eða ágerist

Sértæk fötlun


Þegar skertu skynfærin eiga erfitt með að bæta upp fyrir hvort annað hefur það í för með sér að:

 • tilraunir til að nota skert skynfæri til að bæta upp fyrir annað taka langan tíma, mikla orku og skila takmörkuðum árangri
 • þegar virkni sjónar og heyrnar minnkar eykst þörfin fyrir að nota aðra skynjun (t.d. haptíska, snertiskyn, hreyfiskynjun, bragð og lykt)
  • það takmarkar aðgengi að upplýsingum úr fjarlægð
   o þörf til að reiða sig á upplýsingar frá nærumhverfi eykst
   o skilningur á upplýsingum þarf að byggjast á minni og ályktanir eru dregnar af slitróttum upplýsingum


Virkni og þátttaka


Samþætt sjón- og heyrnarskerðing takmarkar athafnir einstaklingsins og kemur í veg fyrir fulla þátttöku hans í samfélaginu. Til að gera einstaklingnum kleift að nota getu sína og úrræði þarf samfélagið að auðvelda það með sérsniðinni þjónustu:

 • einstaklingurinn og umhverfi hans eiga að taka jafnan þátt, en ábyrgðin á aðgengi að virkni er í höndum samfélagsins. Aðgengilegt samfélag ætti að lágmarki að innihalda:
  o aðgengilegan og hæfan samskiptafélaga
  o aðgengilega sérhæfða daufblindutúlkun, þar með talið taltúlkun, umhverfislýsingar og leiðsögn
  o aðgengi að upplýsingum fyrir alla
  o persónulega aðstoð til að auðvelda daglegt líf
  o aðlagað umhverfi
  o aðgengilega tækni og tæknileg hjálpartæki
 • Einstaklingur með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu getur búið við meiri fötlun við eina athöfn en minni við aðra. Mismunandi virkni getur verið afleiðing af bæði umhverfisþáttum og persónulegum þáttum.
 • Sérhæfð þekking um samþætta sjón- og heyrnarskerðingu ásamt þverfaglegri nálgun er nauðsynleg fyrir rétta þjónustu.
Aðstoð með heyrnartæki, umhirðu þeirra og notkun snjallsíma

phonaksmarttaekni.jpgEftir því sem tækninni fleygir fram hafa ný vandamál birst heyrnartækjanotendum sem tengjast notkun tækjanna samhliða snjallsímum og öðrum þannig búnaði. Stundum hefur smáforrit (app) tekið upp á því að tengjast ekki heyrnartækjunum aftur eða síminn sjálfur tengist ekki tækjunum.

Til að koma til móts við viðskiptavini okkar bjóðum við upp á tíma í tækja- og tækniaðstoð. 

Hægt er að panta tíma hjá okkur í tækjaaðstoð, ásamt því að kenna einstaklingum eða aðstandendum á notkun snjalltækja með heyrnartækjum, umhirðu heyrnartækja og fylgihluta. Athugið að ekki er hægt að fá aðstoð með heyrnarstillingu eða að breyta grunnstillingum sjálfra heyrnartækjanna. Slíkt er alfarið á höndum heyrnarfræðinga. 

Ef þú kannast við eftirtalin vandamál eða hefur velt neðangreindu fyrir þér ættir þú að panta tíma í tækjaaðstoð. 

- appið finnur ekki heyrnartækin

- nýr sími og þú nærð ekki að tengjast heyrnartækjunum

- bara annað heyrnartækið sést í appinu

- hversu oft á að skipta um síu eða túður/dome

- hvernig á að skipta um síur

- það þarf að stilla heyrnartæki og síma saman

... og fleira á þessum nótum. 

 

 

Getur hver sem er pantað tíma í heyrnarmælingu?

Já, ekki þarf sérstaka beiðni til að panta tíma í heyrnarmælingu. 

Hvað er eðlileg heyrn?

Heyrn er mæld í desibelum(dB) og tíðnum(Hz). Tíðnirnar sem eru aðalega notaðar í heyrnarmælingum eru 250 Hz til 8000 Hz. Hægt er að mæla styrk frá -10 dBHL til 110 dBHL, athuga skal að 0 dBHL þýðir ekki þögn. Heyrn er eðlileg þegar allar mældar tíðnir eru 20 dB eða lægri.

eyraHeyrn

Eðlileg heyrn byggist á því að allir hlutar eyrans og heyrnarbrautir heilans starfi eðlilega (mynd). Lögun ytra eyrans er þannig að það fangar hljóðbylgjur og beinir þeim inn í hlustina. Hljóðbylgjan skellur á hljóðhimnunni og setur hana á hreyfingu. Titringur hljóðhimnunnar hreyfir miðeyrnabeinin; hamar, sem er áfastur hljóðhimnunni, steðja og ístað. Ístaðið situr á himnu egglaga glugga sem er op á milli miðeyrans og innra eyrans. Innra eyrað samanstendur af kuðungi sem þjónar heyrninni og þrennum bogagöngum sem þjóna jafnvægisskyni og eru eins konar hallamælir líkamans. þegar ístaðið hreyfist myndast bylgja í vökvafylltum kuðungnum. Við hreyfingu vökvans sveigjast þúsundir hárfruma sem líkja má við hreyfingu þörunga á sjávarbotni þegar alda gengur yfir þá. Þegar hárfrumurnar hreyfast verða til rafboð sem flytjast til heyrnartaugarinnar. Heyrnartaugin sendir rafboðin til heilans sem túlkar boðin sem hljóð. Til þess að eyrað starfi eðlilega og veiti okkur eðlilegan aðgang að hljóðum þurfa allir hlutar þess að vera til staðar og starfa eðlilega.

Hvað er hljóð?

Hljóð er bylgjuhreyfing sem breiðist út í öreindum efnis eins og til dæmis lofts eða vatns. Tíðni hljóðs (sveiflutími) er mæld í hertzum (Hz). Styrkur hljóðsins er mældur í desibelum (dB). Tal samanstendur af hljóðum af mismunandi tíðni. Samhljóðar eru oftast á hærra tíðnisviði en sérhljóðar. Flest hljóð sem við heyrum í daglegu lífi eru samsett af mismunandi tíðni og mismiklum styrk. Heyrnarskerðing getur verið jöfn yfir allt tíðnisviðið eða komið fram á mismunandi tíðni.

Ég held að ég þurfi heyrnartæki, hvað á ég að gera?

Allir sem vilja panta heyrnartæki þurfa að fara fyrst í heyrnarmælingu hér á HTÍ. Í heyrnarmælingunni kemur í ljós hvort þörf sé á heyrnartækjum. Sé þörf á heyrnartækjum fær viðkomandi tíma hjá heyrnarfræðingi til að fara yfir hvaða heyrnartæki henta honum.

 

Hvað kosta heyrnartæki?

Til eru margar gerðir af heyrnartækjum og verðbilið er þó nokkuð breitt.

Flestir framleiðendur bjóða upp á heyrnartæki í 3 verðflokkum og innan verðflokkanna eru ýmsar tegundir.

Val á verðflokki fer eftir dagsdaglegum þörfum og aðstæðum hvers og eins. Ef aðstæður eru krefjandi þá hefur einstaklingur meira gagn af heyrnartækjum í dýrari verðflokkum. Ef umhverfið gerir ekki miklar kröfur til viðkomandi þeim mun minni þörf er á dýrum tækjum. Þegar verðflokkarnir eru bornir saman milli framleiðenda er verðmunurinn ekki mikill.

Hjá HTÍ er verðbilið á heyrnartækjum frá 50.000 kr til 200.000 kr. Mikil þróun er í heyrnartækjum og fylgist starfsfólk HTÍ mjög vel með þeim en framleiðendurheyrnartækjanna sem eru til sölu hjá HTÍ senda okkur meðal annars reglulega upplýsingar oghalda fyrirlestra. Heyrnarfræðingur fer síðan yfir aðstæður hvers og eins og ráðleggur varðandi kaup á heyrnartækjum.

Fá allir niðurgreiðslu á heyrnartækjum?

Þeir sem eru með svokallað tónmeðaltal 30 dB, eða hærra á betra eyra, eiga rétt á niðurgreiðslu vegna kaupa á heyrnartækjum. Þegar tónmeðalgildið er komið upp í 50 dB, eða hærra á betra eyra, á viðkomandi rétt á 80% niðurgreiðslu á hjálpartækjum, öðrum en

heyrnartækjum. Þegar tónmeðalgildið er 70 dB, eða hærra á betra eyra, á viðkomandi rétt á 80% niðurgreiðslu á heyrnartækjum.

Vista
Vefkökur samþykki og yfirlit
Við notum vefkökur til að betrumbæta notendaupplifun vefsins. Ef þú samþykkir ekki notkun vefkaka getur það bitnað á virkni og notkun hans.
Samþykki allar
Neita öllum
Lesa skilmála
Functional
Forrit sem eru notuð til að veita þér fleiri möguleika eins og til dæmis tengingu við samfélagsmiðla.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Samþykkja
Neita
Analytics
Forrit sem skráir og mælir skilvirkni vefsíðunnar. Greinir notkun gesta. Við notum þessar upplýsingar til að betrumbæta upplifun notenda.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Samþykkja
Neita