Alþjóðlegur sáttmáli samtaka heyrnarlausra undirritaður af íslenskum stjórnvöldum
Í tilefni 60 ára afmælis Félags heyrnarlausra á Íslandi undirrituðu Forseti Íslands, Hr Guðni Th Jóhannesson, og mennta-og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, ásamt fleirum sáttmála Alþjóðasamtaka heyrnarlausra um rétt allra til táknmáls.
Alheimssamtök heyrnarlausra gerðu sáttmálann sumarið 2019 og eru íslensk stjórnvöld og þjóðhöfðingi að líkum fyrst til að undirrita sáttmálann. Er það mikil og góð stuðningsyfirlýsing með baráttu heyrnarlausra fyrir mikilvægi íslensks táknmáls.
Myndis hér að ofan er frá undirskrift sáttmálans. Þar má einnig sjá frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi Forseta, sem er verndari íslenska táknmálsins. Meðal annarra sem undirrituðu sáttmálann voru m.a. rektor Háskóla íslands og fulltrúar hagsmunasamtaka og stofnana sem þjóna heyrnarskertum og heyrnarlausum.
BIrt: 12.feb 2020