Skip to main content

Fyrsti vísir að Heyrnar og talmeinastöð Íslands 22.des 1961

Í dag, 22.desember 2021, eru liðin nákvæmlega 60 ár síðan að ákvörðun var tekin um að stofna Heyrnarstöð fyrir börn við Heilsuverndarstöðina í Reykjavík. Þessi ákvörðun má teljast vera upphafið að tilveru HTÍ mörgum árum síðar. Stöðin tók síðan til starfa árið eftir og fyrstu starfsmenn voru Kristín Kjeld, hjúkrunarfræðingur og kennari og Erlingur Þorsteinsson, háls-nef og eyrnalæknir.
 
Kannski að við ættum að minna heilbrigðisyfirvöld á þá framsýni og fyrirhyggju yfirvalda fyrir 60 árum að vilja búa til og bæta þjónustu við heyrnarskerta (börn og fullorðna).
Hvert ætla heilbrigðisyfirvöld nútímans að stefna í þjónustu við fólk með þessa fötlun?  Það er löngu tímabært að auka við þjónustu við heyrnarskerta hér á landi og mjög aðkallandi að tryggja HTÍ betri aðstöðu og nægilegar bjargir til að fjölga sérmenntuðum heilbrigisstarfsmönnum sem geta sinnt þeim þúsundum Íslendinga sem eru með þessa algengu fötlun.
 
 

Heyrnarfræðingar HTÍ í sérblaði um konur í atvinnulífinu

KG og KP Frettablad jan20

Í sérblaði Fréttablaðsins, sem fjallar um konur í atvinnulífinu, er m.a. fjallað um störf tveggja af sérfræðingum Heyrnar-og talmeinastöðvar.

Stöllurnar og nöfnurnar Kristbjörg Gunnarsdóttir og Kristbjörg Pálsdóttir fjalla þar um starf sitt og dagleg viðfangsefni. Við hvetjum alla til að lesa greinina og sömuleiðis hvetjum við allt ungt fólk til að kanna hvort að heyrnarfræðinám er ekki eitthvað sem vert væri að skoða. Það eru mikil tækifæri á þeim vettvangi í framtíðinni.

Greinina má lesa með því að smella á hlekkinn hér að neðan:

https://www.frettabladid.is/kynningar/vinna-vi-a-bta-lifsgi-folks/

 

Heyrnarskaði og eyrnasuð (tinnitus) algengt hjá slökkviliðsmönnum

slökkvilið

Bandarísk rannsókn segir heyrnartap, heyrnarskaða og eyrnasuð algengt meðal slökkviliðsfólks.

Allt að helmingur slökkviliðsmanna sem þátt tóku í nýlegri könnun segjast vera með eyrnasuð (tinnitus) og um þriðjungur segist eiga við heyrnarvandamál að stríða.

Þannig segjast 36% svarenda vera með heyrnarskaða eða skerta heyrn, 29% með væg-meðalslæm einkenni en 7% með verulegt heyrnartap.

Af 42 slökkviliðmönnum sem spurðir voru segjast 52% ekki vera með neitt eyrnasuð (tinnitus) á meðan 48% þeirra segjast þjást af eyrnasuði.

Eyrnasuð – verulegt vandamál

Niðurstöður:

Samkvæmt eigin mati töldu þátttakendur eyrnasuð/tinnitus

  • ekki vandamál – 17%
  • lítilsháttar vandamál – 9%
  • vægt-meðalslæmt vandamál – 17%
  • slæmt-mjög slæmt – 5%

Alls telja 31% aðspurðra að eyrnarsuð sé vandamál fyrir sig.

Eyrnasuð truflaði heyrn 15 svarenda, hafði áhrif á vitræna getu hjá 14, truflaði svefna og slökun hjá 12, hafði neikvæð áhrif á sjálfsstjórn hjá 11, hafði neikvæði áhrif á lífsgæði hjá 10 og truflaði tilfinningalíf hjá 9 aðspurðra.

Þátttakendur komu frá nokkrum slökkvistöðvum í Michigan-borg í Bandaríkjunum.

Slökkviliðsmenn í áhættuhópi

Rannsóknin beindist sérstaklega að slökkviliðsmönnum þar sem þessi starfsgrein býr við erfið skilyrði sem geta haft neikvæð áhrif á heyrn og valdið heyrnarskaða.;  Sírenuvæl, þokulúðrar, hávær búnaður, brothljóð þegar rífa þarf byggingar og brjóta upp hurðir og veggi, rjúfa þök o.s.frv. Þá verða þeir fyrir skertum loftgæðum, reykmengun og mögulega skaða af völdum efna sem valdið geta heyrnarskaða.

Rannsóknin ber heitið “Tinnitus and Self-Perceived Hearing Handicap in Firefighters: A Cross-Sectional Study”, birtist nýlega í International Journal of Environmental Research and Public Health.

Heimild: www.hear-it.org ; International Journal of Environmental Research and Public Health

Birting: Nóv 2020

HTÍ opnar afgreiðslu á ÍSAFIRÐI

Indíana Einarsdóttir

HTÍ opnar fasta móttöku heyrnarsviðs á ÍSAFIRÐI frá og með aprílmánuði.

Indíana Einarsdóttir, heyrnarfræðingur, hefur gengið til liðs við HTÍ og mun vera með fasta móttökutíma og þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Einnig er áætlað að Indíana heimsæki önnur útibú HVEST eftir þörfum og þá munu íbúar á Ströndum einnig njóta þjónustu á Hólmavík (auglýst sérstaklega).

Þetta eru góðar fréttir fyrir íbúa Vestfjarða sem hafa þurft að búa við óreglulegar heimsóknir eða að sækja þjónustu suður til Reykjavíkur.

Indíana er háskólamenntaður heyrnarfræðingur, sem nam fræðin í Noregi og starfaði þar um árabil. Hún hefur hlotið starfsleyfi Landlæknisembættis til að starfa sem heyrnarfræðingur á Íslandi.
Við bjóðum Indíönu velkomna í hópinn! Afgreiðslutímar auglýsir í svæðismiðlum, vefsíðum og Facebook.

Bókanir á hti.is og síma 581-3855.

www.hti.is/timabokanir

 

Sótthreinsun kuðungsígræðslutækja í COVID faraldri

hreinsun cochlear kuðungstækja mai2020 2

Hvernig er best að hreinsa Cochlear ™ kuðungstækin sín með tilliti til áherslu um betra hreinlæti og smitgát í kjölfar COVID faraldurs?

Hvernig ætti ég að þrífa kuðungstækin mín?

Notkunarleiðbeiningar sem fylgja tækjunum leiðbeina um „daglega þrif“ og „reglulega umönnun“ - þetta eru dæmigerð viðhaldsskref sem þarf að taka til að tryggja bestu virkni tækjanna á hverjum degi.

Undir venjulegum kringumstæðum mælir framleiðandinn Cochlear ekki með aukinni hreinsun, þar sem þetta eykur hættu á t.d. rakaskemmdum á hljóðvinnsluvélinni og getur skemmt hljóðnemann / hljóðnemana ef það er gert rangt. Sótthreinsunar er ekki þörf fyrir venjulega umönnun og viðhald á öllum Cochlear hljóðvinnsluvélum.

Við höfum ekki prófað langtíma notkun hreinsivökva. Farið því varlega.

 Ef þú heldur, á meðan á þessum heimsfaraldri stendur, að örgjörvinn þinn gæti verið mengaður, og þú vilt sótthreinsa hann, þá höfum við sett fram nokkrar leiðbeinngar fyrir þig í textanum og töflunni hér að neðan.

Það er mikilvægt að hafa í huga að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO mælir með að þú hreinsir hendurnar reglulega með handþvotti og sprittun. Þvoðu hendur með sápu og vatni, sem drepur vírusa sem geta verið á höndum þínum og sprittaðu síðan vandlega. Þetta hjálpar til við að tryggja að hendurnar séu hreinar þegar kuðungstækin eru meðhöndluð.

Við mælum með að fólk hreinsi ennig allan handfrjálsan búnað (fjarstýringar o.þ.h.) og aukabúnað.

 

Ég held að kuðungstækin mín gætu verið menguð af COVID-19, hvernig get ég sótthreinsað tækin?

Ef þú telur að örgjörvinn þinn gæti verið mengaður og vilt sótthreinsa tækið, hefur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) birt lista yfir möguleg sótthreinsiefni sem hægt er að nota gegn coronaveirunni.

Leiðbeiningar um notkun hreinsivökva eru ekki taldar með í notendaleiðbeiningunum frá framleiðanda.

Tæki/áhöld sem þú þarft:

  • Hreinsivökva eða forbleytt þurrka: Vetnisperoxíð * (3% lausn til heimilisnota) ORAalkóhól hreinsiefni (60-70% lausn etanól EÐA ísóprópanól **)
    • * Ef þú ert með Nucleus® Kanso® hljóðvinnsluvél (CP950), mælum við með að nota vetnisperoxíð frekar en spritti, þar sem hlífin er meira viðkvæm fyrir spritti ef hún er notuð á rangan hátt. **
    • **Ef þú ert með Cochlear Baha® beinleiðnitæki: Hreinsa með spritti, Ath: verður að vera úr 60-70% ísóprópanóli. NOTIÐ EKKI etanól þar sem það getur skemmt örgjörvann.
    • Í töflu 1 er yfirlit um hvernig á að bera kennsl á tækin og hvaða hreinsiefni hentar best í hverju tilviki ef fylgja á þessum leiðbeiningum.
  • Hreinsunartæki: Þurrkaðu, mjúkur klút (s), bómullarpinnar / bómullarþurrkur eða púði - til að beita hreinsiefni. Hreinsið tannbursta eða mjúka bursta - til notkunar á tenginu.
  • Þurrkuklút: Mjúkur, þurr klútur - til að þurrka tækið og fjarlægja allar leifar hreinsivökva.

VARÚÐ:

  • • Lestu alltaf leiðbeiningarnar um notkun hreinsivökva vandlega. Geymist þar sem börn ná ekki til. Athugaðu hundraðshlutfallið eða styrk virka innihaldsefnisins í lausninni við blöndun og undirbúið allar lausnir/vökva samkvæmt leiðbeiningum framleiðandans.
  • • Ef þú tekur eftir litabreytingu meðan á hreinsun stendur skaltu þurrka hljóðvinnsluforritið samstundis og hættu að nota þann hreinsivökva.
  • • Afköst hljóðörgjörva og hljóðnema geta minnkað ef útsett fyrir of mikil hreinsiefni.
  • • Hreinsið ekki yfir hljóðnemana/hljóðnemaop.
  • • Dýfið aldrei hljóðvinnslutækinu ofan í neina hreinsivökva.
  • • Hreinsið hendurnar fyrir og eftir hreinsun eða notið hreina einnota hanska. Vinnið á hreinum borðfleti.

 

Hreinsunarleiðbeiningar:

  1. Notið ekki beinan hitagjafa, beint sólarljós eða ljósalampa við sótthreinsunarferlið. Það er til þess að sótthreinsivökvinn gufi ekki upp of hratt og hafi nægan tíma til að sótthreinsa tækin.
  2. Vætið klút eða bómullarhnoðra með hreinsivökva eða notið vætta sótthreinsþurrku. Ekki má spreyja sótthreinsivökva beint á kuðungstækin, sökkva þeim í vökva eða metta tækið með of miklum vökva.
  3. Gefið því sérstakan gaum að forðast hljóðnemana, þurrkið varlega alla fleti hljóðvinnslutækisins með klútnum, bómullarpinna eða þurrkaðu í uppgefinn tíma hér að neðan. Gakktu úr skugga um að enginn vökvi berist í op (hljóðnemaop eða önnur op) þegar þú þurrkar af tækjunum.
    Tími:
  • 1–2 mínútur fyrir vetnisperoxíð (3%)
  • 20–30 sekúndur fyrir áfengishreinsi (60-70%).
  1. Þurrkaðu hljóðvinnslutækið/kuðungstækið vandlega með þurrum klút til að fjarlægja það sem eftir er hreinsivökva.
  2. Hreinsið öll tengi og tengifleti með hreinum tannbursta eða öðrum mjúkum bursta og síðan bómullar-eyrnapinna sem vættur er (ekki mettaður/rennblautur) með hreinsunarvökva.
  3. Þegar tækið er orðið alveg þurrt er hreinsunarferlinu lokið

tafla Cochlear þrif

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline