Skip to main content

Heyrnarskaði og eyrnasuð (tinnitus) algengt hjá slökkviliðsmönnum

slökkvilið

Bandarísk rannsókn segir heyrnartap, heyrnarskaða og eyrnasuð algengt meðal slökkviliðsfólks.

Allt að helmingur slökkviliðsmanna sem þátt tóku í nýlegri könnun segjast vera með eyrnasuð (tinnitus) og um þriðjungur segist eiga við heyrnarvandamál að stríða.

Þannig segjast 36% svarenda vera með heyrnarskaða eða skerta heyrn, 29% með væg-meðalslæm einkenni en 7% með verulegt heyrnartap.

Af 42 slökkviliðmönnum sem spurðir voru segjast 52% ekki vera með neitt eyrnasuð (tinnitus) á meðan 48% þeirra segjast þjást af eyrnasuði.

Eyrnasuð – verulegt vandamál

Niðurstöður:

Samkvæmt eigin mati töldu þátttakendur eyrnasuð/tinnitus

  • ekki vandamál – 17%
  • lítilsháttar vandamál – 9%
  • vægt-meðalslæmt vandamál – 17%
  • slæmt-mjög slæmt – 5%

Alls telja 31% aðspurðra að eyrnarsuð sé vandamál fyrir sig.

Eyrnasuð truflaði heyrn 15 svarenda, hafði áhrif á vitræna getu hjá 14, truflaði svefna og slökun hjá 12, hafði neikvæð áhrif á sjálfsstjórn hjá 11, hafði neikvæði áhrif á lífsgæði hjá 10 og truflaði tilfinningalíf hjá 9 aðspurðra.

Þátttakendur komu frá nokkrum slökkvistöðvum í Michigan-borg í Bandaríkjunum.

Slökkviliðsmenn í áhættuhópi

Rannsóknin beindist sérstaklega að slökkviliðsmönnum þar sem þessi starfsgrein býr við erfið skilyrði sem geta haft neikvæð áhrif á heyrn og valdið heyrnarskaða.;  Sírenuvæl, þokulúðrar, hávær búnaður, brothljóð þegar rífa þarf byggingar og brjóta upp hurðir og veggi, rjúfa þök o.s.frv. Þá verða þeir fyrir skertum loftgæðum, reykmengun og mögulega skaða af völdum efna sem valdið geta heyrnarskaða.

Rannsóknin ber heitið “Tinnitus and Self-Perceived Hearing Handicap in Firefighters: A Cross-Sectional Study”, birtist nýlega í International Journal of Environmental Research and Public Health.

Heimild: www.hear-it.org ; International Journal of Environmental Research and Public Health

Birting: Nóv 2020

Heyrnartæki seinka ellihrörnun

ánægðir heyrnartækjanotendur eldri

Á síðustu árum hafa sífellt fleiri rannsóknir sýnt fram á gagnsemi þess að meðhöndla heyrnartap og skerta heyrn hjá öldruðum.
Góð heyrnarheilsa getur seinkað því að fólk fái elliglöp og að vitræn geta skerðist. Ný áströlsk rannsókn styður fyrri rannsóknir á þessu sviði.

Vísindamenn við háskólann í Melbourne í Ástralíu könnuðu notkun heyrnartækja hjá um 100 heyrnarskertum einstaklingum á aldrinum 62-82 ára.

Mældir voru þættir eins og heyrn, vitræn færni, mál- og talgreining, lífsgæði, líkamleg hreyfigeta, einmanaleiki, þunglyndi og notkun heilbrigðisþjónustu. Allt var þetta mælt bæði áður en fólkið fékk heyrnartæki og síðan aftur 18 mánuðum eftir að heyrnatækjanotkun hófst.

Niðurstöður rannsóknarinnar

Eftir 18 mánaða notkun heyrnartækja sáu rannsakendur að mál- og talgreining, eigið mat notenda á erfiðleikum við hlustun og heyrn sem og mat á lífsgæðum höfðu sýnt marktækar framfarir hjá þátttakendum.

Nær allir sýndu marktæka framför eða stöðugleika í að undirbúa og framkvæma hluti, skipuleggja og greina upplýsingar og meira frumkvæði í að hefja verkefni.

Konur sýndu meiri framfarir

Konur sýndu marktækt betri árangur hvað varðar minni – minni notað til rökfærslu og ákvarðanatöku – sem og betri árangur við flesta aðra þætti er lutu að vitrænni getu og færni (cognitive functions).

Rannsóknin sýni ennfremur að hlutfall notkunar heyrnartækja hélst í hendur við árangur þ.e. því meiri og stöðugri notkun heyrnartækja, þeim mun betri árangur sýndu þátttakendur. Konur reyndust miklu duglegri en karlar að nota heyrnartækin á rannsóknartímabilinu. Þær eru greinilega samviskusamari þessar elskur!

Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í greininni: “The Effect of Hearing Aid Use on Cognition in Older Adults: Can We Delay Decline or Even Improve Cognitive Function?”,  sem birtist í tímaritinu Journal of Clinical Medicine.

Heimildir: www.eurakalert.org og Journal of Clinical Medicine

Birt: des 2020

Of fáum boðið að fá kuðungsígræðslu vegna slæmrar heyrnarskerðingar?

grein Turunen Taheri Af hverju ekki CI

Sænsk rannsókn telur að of fáum illa heyrandi eða heyrnarlausum fullorðnum einstaklingum sé ráðlagt
að fá s.k. kuðungsígræðslu til að hjálpa þeim að endurheimta tapaða heyrn.

Nýlega kom út rannsókn í Acta Oto-Laryngologica þar sem Kristina Turunen-Taheri og meðhöfundar rannsökuðu þau úrræði sem boðin eru mjög illa heyrandi fólki í Svíþjóð.

Höfundar tiltaka að tíðni alvarlegrar heyrnarskerðingar sé u.þ.b. 0,2% sem þýði að um 20 þúsund Svía falli í þennan hóp (Ef sömu tölur gilda á Íslandi væri um rúmlega 700 Íslendinga að ræða). Það sem rannsakendur telja athyglisvert er hversu fáir úr þessum hópi hafa verið rannsakaðir með tilliti til mögulegrar meðferðar með ígræðslutækni eða verið boðið að fá kuðungsígræðslur til að bæta heyrnina.

Rannsóknin leitaðist við að svara því hvers vegna kuðungsígræðslur kæmu ekki til greina og hvaða ástæður væru tilgreindar sem mótrök gegn ígræðslum.

Alls voru greindar sjúkrasögur 1076 sjúklinga sem féllu undir greiningu Severe-To-Profound Hearing Loss (Mjög illa heyrandi eða nær heyrnarlausir).

Í ljós kom að aðeins 14,5% sjúklingannan höfðu verið rannsökuð sem kandidatar fyrir mögulega kuðungsígræðslu og 8,5% hópsins fengu ígræðslur. Fleiri konur (56,5%) en karlar fengu ígræðslur.
Helstu tilgreindar ástæður fyrir því að sjúklingum var ekki boðin ígræðsla voru: a) vegna heyrnar (30,5%) þ.e. önnur heyrnartæki voru talin duga, b) Óþekkt orsök (25%), hvað svo sem það þýðir.
Sjúklingar sem voru í reglulegri meðferð hjá heilbrigðisstarfsfólki voru ólíklegri til að lenda í hópnum sem ekki var boðin ígræðsla af "óþekktum ástæðum".

Höfundar lýsa áhyggjum sínum yfir því að illa heyrandi fólk á aldrinum 81-100 ára, sem var elsti hópurinn, fengu örsjalda rannsókn á því hvort að kuðungsígræðslur gætu gagnast .þeim. Aðeins þeir sem voru í virkastri meðferð heyrnarsérfræðinga fengu slíka rannsókn.

heimild: Acta Oto-Laryngologica, Vol 139, 2019,  7.tölublað

 

birt: des 2019

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline