Skip to main content

Alþjóðlegur sáttmáli samtaka heyrnarlausra undirritaður af íslenskum stjórnvöldum

Undirritun sáttmála heyrnarlausra feb20

Í tilefni 60 ára afmælis Félags heyrnarlausra á Íslandi undirrituðu Forseti Íslands, Hr Guðni Th Jóhannesson, og mennta-og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, ásamt fleirum sáttmála Alþjóðasamtaka heyrnarlausra um rétt allra til táknmáls.

Alheimssamtök heyrnarlausra gerðu sáttmálann sumarið 2019 og eru íslensk stjórnvöld og þjóðhöfðingi að líkum fyrst til að undirrita sáttmálann. Er það mikil og góð stuðningsyfirlýsing með baráttu heyrnarlausra fyrir mikilvægi íslensks táknmáls.

Myndis hér að ofan er frá undirskrift sáttmálans. Þar má einnig sjá frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi Forseta, sem er verndari íslenska táknmálsins. Meðal annarra sem undirrituðu sáttmálann voru m.a. rektor Háskóla íslands og fulltrúar hagsmunasamtaka og stofnana sem þjóna heyrnarskertum og heyrnarlausum.

 

BIrt: 12.feb 2020

 

Frægir tónlistarmenn með heyrnarskaða

Hvað eiga þessir ágætu tónlistarmenn á myndinni hér að ofan sameiginlegt ?

Jú, þeir eiga allir við vandamál að stríða vegna heyrnarskerðingar eða eyrnasuðs (tinnitus)

Skoðum sögu nokkurra þessarra heiðursmanna (því miður engar konur á listanum enda heyrnarskerðing algengari meðal karla):

  1. Eric Clapton er einn merkasti og frægasti rokk- og blúsgítarleikari samtímans. Hann hefur þurft að glíma við mikið og þrálátt eyrnasuð sem að öllum líkindum hefur orsakast af miklum hávaða á tónleikum hans í upphafi ferilsins. Clapton var þekktur fyrir að keyra magnara í botni jafnt á tónleikum sem í hljóðverum, jafnvel svo að félögum hans þótti nóg um.

  2. Chris Martin er forsprakki og aðalsöngvari hinnar heimsfrægu hljómsveitar Coldplay sem notið hefur sívaxandi vinsælda allt frá fyrstu hljómplötu þeirra pilta árið 2000. En það sem fæstir vita er að hann hefur þjáðst af eyrnasuði (tinnitus) allan síðasta áratuginn.
    Söngvarinn sagði í viðtali við Daily Mail nýlega “Maður hugsar ekki nógu vel um eyrun og heyrnina fyrr en þú ert þegar kominn í vandræði. Ég er búinn að vera með tinnitus síðustu 10 árin en eftir að ég fór að nota hávaðahlífar hefur vandamálið ekkert versnað, sem betur fer. En ég vildi óska þess að ég hefði byrjað fyrr. Nú nota allir hljómsveitarmeðlimir sérsmíðuð hlustartól sem vernda heyrn okkar.
  1. Sting. Fyrrum aðalsöngvari og bassaleikari hljómsveitarinnar Police er enn einn vinsælasti tónlistarmaður veraldar. Hann varð fyrir heyrnarskaða af völdum hávaða á tónleikum undanfarinna áratuga. Sting er nú mjög áhugasamur um mikilvægi heyrnarverndar og vinnur með ýmsum samtökum og heilbrigðisstofnunum til að vekja athygli á verndun heyrnar.
  1. Jeff Beck lenti í 5. Sæti yfir bestu gítarleikara heims í kosningu tónlistartímaritsins Rolling Stone (“100 Greatest Guitarists of All Time”). Þessi fjölhæfi gítarleikari hefur lengi vakið athygli fyrir frammistöðu sína á sviði þungrar rokktónlistar, raftónlistar, framsækins rokks og jazz-skotinnar rokktónlistar. En hann hirti ekki um að hlífa heyrninni og hefur þjáðst af slæmu eyrnasuði um árabil.

  2. Phil Collins er fyrrum trommuleikari og söngvari hljómsveitarinna Genesis og síðar sóló-listamaður sem fengið hefur margvísleg verðlaun, bæði Óskarsverðlaun og Grammy verðlaun fyrir tónlist sína. Collins þurfti að lokum að aflýsa öllu frekara tónleikahaldi vegna alvarlegrar heyrnarskerðingar sem gerir honum ókleift að flytja tónlist sína.
  1. Will.i.am: Einn áhrifamesti tónlistarmaður síðari ára. Hann er einn stofnenda The Black Eyes Peas og eftirsóttur framleiðandi. Will.I.Am hefur um árabil verið með svo slæmt eyrnasuð (tinnitus) að hann segist nánast viðþolslaus. Hann segist þurfa að vinna við tónlist og vera með tónlist í eyrunum helst allan sólarhringinn því að það sé það eina sem nær að dempa þann sífellda són sem hann er með í eyrunum og slá á streituna sem fylgir þessu slæma eyrnasuði.
  1. Neil Young sló ungur í gegn með Buffalo Springfield og síðar með Crosby, Stills, Nash & Young áður en hann sneri sér alfarið að eigin tónlist og þykir með merkustu tónlistarmönnum síðustu áratuga. Hann hefur gefið út á fjórða tug hljómplatna og komið að gerð margra fleiri. Vegna hávaðaskaða vegna háværs tónlistarflutnings hefur hann þjáðst að eyrnasuði (tinnitus) í mörg ár. Þó að hann flytji oft hljóðlátar perlur með kassagítarinn einan að vopni þá skellir hann enn í mjög háværa rokktónlist á tónleikum sínum svo hann virðist lítið hafa lært af fyrri mistökum.
  1. Ozzy Osbourne: Allir sem séð hafa þáttaröðina um Ozbourne fjölskylduna gera sér fljótt grein fyrir að húsbóndinn heyrir afskaplega illa. Ozzy er ein af stærstu stjörnum þungarokksins en hann var aðalsöngvari hljómsveitarinnar Black Sabbath allt þar til hljómsveitin lauk ferlinum á árinu 2019. Hávaði á tónleikum þeirra var ætíð mikill og er örugglega ástæðan fyrir mikilli heyrnarskerðingu hans í dag.
  1. Brian Wilson, forsprakki og aðal lagahöfundur hinnar fornfrægu hljómsveitar The Beach Boys hefur verið verulega heyrnarskertur á hægra eyra allt frá unga aldri. Þetta hindraði Brian þó aldrei í tónlistarsköpun sinni. Hann hefur samið og útsett tónlist og er enn að.
  1. Paul Stanley, sem stofnaði amerísku rokk-hljómsveitina KISS, fæddist með vissan galla, microtia, sem leiðir til þess að ytra eyrað hægra megin er verulega vanþroskað. Hann var alinn upp í mikilli tónlistarfjölskyldu og ætlaði sér alltaf að verða tónlistarmaður þó að hann heyri í raun nær eingöngu með vinstra eyra.
    Paul Stanley hefur lengi unnið náið með stofnunum og góðgerðarsamtökum sem hvetja ungt fólk og tónlistarmenn til að gæta að heyrnarheilsu sinni og hann segist ávallt nota heyrnarhlífar til að vernda þá heyrn sem hann hefur enn og ætlar sér ekki að tapa!

Þessir og margir aðrir tónlistarmenn hafa orðið fyrir heyrnartapi eða fengið eyrnasuð af völdum mikils hávaða sem tengist atvinnu þeirra og hávaða. Saga þeirra ætti að vera víti til varnaðar og hvetja alla til að huga að heyrnarvernd, nota heyrnarhlífar í öllum tilfellum þegar hávaði fer í hættuleg mörk. Enginn vill þurfa að fórna þeim lífsgæðum sem felast í að hlusta á tónlist !

Við skorum á heyrnarskerta íslenska tónlistarmenn að gefa sig fram við okkur hjá HTÍ svo að við getum skrifað heimfærða frétt með sömu fyrirsögn!

 

janúar 2020

Heyrnarfræðingar HTÍ í sérblaði um konur í atvinnulífinu

KG og KP Frettablad jan20

Í sérblaði Fréttablaðsins, sem fjallar um konur í atvinnulífinu, er m.a. fjallað um störf tveggja af sérfræðingum Heyrnar-og talmeinastöðvar.

Stöllurnar og nöfnurnar Kristbjörg Gunnarsdóttir og Kristbjörg Pálsdóttir fjalla þar um starf sitt og dagleg viðfangsefni. Við hvetjum alla til að lesa greinina og sömuleiðis hvetjum við allt ungt fólk til að kanna hvort að heyrnarfræðinám er ekki eitthvað sem vert væri að skoða. Það eru mikil tækifæri á þeim vettvangi í framtíðinni.

Greinina má lesa með því að smella á hlekkinn hér að neðan:

https://www.frettabladid.is/kynningar/vinna-vi-a-bta-lifsgi-folks/

 

Morgunblaðið fjallar um málefni heyrnarskertra

MBL 28agust2017

 

Við vekjum athygli á grein sem birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 28.ágúst þar sem blaðið fjallar um málefni heyrnarskertra.

Kveikjan að greininni er skipan heilbrigðisráðherra á vinnuhópi til að fara yfir málefni Heyrnar-og talmeinastöðvar Íslands og þá þjónustu sem heyrir undir málefnasvið stofnunarinnar.

Í greininni er m.a. rætt við Kristján Sverrisson, forstjóra HTÍ, sem kallar eftir auknum fjárveitingum og verulega auknu gæðaeftirliti með starfsemi HTÍ og annarra söluaðila heyrnartækja hér á landi.

Kristján nefnir einnig slæma stöðu aldraðra í hópi heyrnarskertra og hvernig fötlunin getur leitt til slæmra lífsgæða og einangrunar þeirra.

Þá er einnig rætt um óvandaða sölumennsku á ódýrum heyrnarmögnurum sem óprúttnir söluaðilar kalla heyrnartæki, þó að magnarar þessir eigi lítið skylt við vönduð nútímaheyrnartæki. Orsakir og einkenni heyrnarskerðingar eru einstaklingsbundnar og það skiptir öllu máli að sérfræðingar rannsaki og meti eðli heyrnarskerðingarinnar og stilli rétt tæki á réttan hátt !

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline