Mikilvægt er að hreinsa heyrnartækin vel eftir notkun og helst daglega. Við mælum með að bursta vel frá hátölurum og hljóðnemum. Hér finnur þú myndskeið frá framleiðendum sem sýna þetta vel.
Ef viðhald er gott endast tækin mun lengur. Vinsamlega skoðið leiðbeiningar frá framleiðendum hér að neðan.
Algeng spurning er hversu oft þarf að skipta um mergsíu og gúmmíhettu. Það gerum við bara ef það heyrist ekkert í tækjum eða að gúmmíið í hettunni er orðið lélegt eða rifið. Þetta fer allt eftir notkun og viðhaldi.