Skip to main content

Heyrnartækið mitt hætti allt í einu að virka, er það bilað?

Margar mismunandi ástæður geta verið fyrir því að heyrnartæki þagni. Rafhlaðan getur verið tóm þótt hún sé ný, í einstaka tilfellum geta leynst gallaðar rafhlöður í spjöldunum.

Tækið getur verið stíflað, mergur getur fundið sér leið inn i rásina sem liggur frá hátalaranum og þá þarf að hreinsa það eða skipta um mergsíu (ef hún á að vera).

Ef um er að ræða heyrnartæki með hátalara í hlust getur slangan verið farin í sundur. Ef svo er þarf að hafa samband við heyrnarfræðing.