Skip to main content

BARNIÐ MITT VIRÐIST EKKI SKILJA FYRIRMÆLI OG ÚTSKÝRINGAR. HVAÐ GETUR VERIÐ AÐ?

Hvað á ég að gera?Mikilvægt er að ganga úr skugga um að barnið heyri eðlilega. Verið getur að barnið sé með frávik í málþroska. Hægt er að panta tíma hjá talmeinafræðingi á Heyrnar-og talmeinastöð Íslands eða hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum. Leikskóli barnsins getur einnig haft milligöngu um að athuga úrræði.