Ég er með heyrnartæki sem mér finnst ég ekki heyra eins vel með og áður, hvað get ég gert?
Algengasta ástæðan fyrir þessu er að mergur hefur lokað fyrir hljóð frá hátalara. Áður en komið er með tæki í viðgerð mælum við með því að byrja á því að skipta um mergsíu á tækinu og bursta vel frá hljóðnemum og hátalara einnig getur þurft að skipta um plast túður ef þær eru notaðar þar getur mergur safnast fyrir og lokað fyrir allt hljóð.
Ef þetta leysir ekki vandann er mögulegt að koma eða senda tækið til okkar í viðgerð.