ÆTTI ÉG AÐ NOTA TÁKN MEÐ TALI (TMT) TIL AÐ ÖRVA TAL BARNSINS MÍNS?
Tjáningarmátinn Tákn með tali er einkum ætlaður börnum sem eru með eðlilega heyrn en ná ekki að tileinka sér skilning á máli og/eða talmáli á hefðbundinn hátt. Einstaklingar á öllum aldri geta nýtt sér TMT og börn sem eru sein til máls, þótt annar þroski virðist eðlilegur, eru oft fljót að tileinka sér táknin. Það er auðveldara að tala með höndunum en talfærunum og barnið getur því tjáð þarfir sínar og óskir burtséð frá erfiðleikum við að beita tali. Táknin styðja barnið í myndun setninga, notkun TMT hefur því í för með sér meiri og markvissari boðskipti og eflir sjálfstæði og lífsgæði aukast. (Stuðst við upplýsingar af tmt.is.) Sjá nánar: Tákn með tali - sjá grein á vefsíðunni greining.is; http://www.tmt.is/