Skip to main content

Fréttir

Greiðsluþáttaka ríkis í heyrnartækjum hækkar !

Föst niðurgreiðsla hækkar í 50 þúsund krónur á hvert tæki!

Þann 29.október s.l. gekk í gildi ný reglugerð um greiðsluþáttöku ríkisins í kostnaði við heyrnartækjakaup. Föst niðurgreiðsla hafði staðið í stað allt frá árinu 2006 og nam 30.800,- krónum á hvert heyrnartæki. Hver notandi á rétt á að njóta niðurgreiðslu á 4 ára fresti.

Nú  hefur Kristján Þór Júlíusson brugðist við óskum HTÍ og samtaka aldraðra og heyrnarskertra og hækkað greiðsluþátttökuna verulega eða upp í 50 þúsund krónur á hvert eyra. Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir heyrnarskerta á Íslandi og einkum eldri borgara sem hafa margir hverjir kvartað undan kostnaði við að eignast ný heyrnartæki.

 

Heyrnartæki á viðráðanlegu verði

Ný heyrnartæki eru á mjög mismunandi verði og ræðst verð af því hversu fullkomin og flókin tæknibúnaður þeirra er. Segja má að allir framleiðendur framleiði 3-4 gæðaflokka tækja og verð skiptast þá einnig í 3-4 verðflokka. Sumum duga einföld og ódýr tæki en aðrir þurfa oft flóknari og dýrari lausnir.

Mikilvægt er að skoða vel það úrval sem býðst á markaðnum og láta sérfræðinga kynna sér tæki vel og þá kosti sem þau bjóða, auk hjálparbúnaðar sem býðst.

Heyrnar-og talmeinastöð Íslands býður tæki frá 3 af fremstu heyrnartækjaframleiðendum heims: Widex, Phonak og Siemens. Hágæðatæki og ávallt í fremstu röð er kemur að nýjungum og gæðum.

Verð tækja hjá HTÍ eru á breiðu verðbili en eftir hækkun greiðsluþátttöku er hægt að segja að kostnaður kaupenda geti verið á bilinu 30-150 þúsund krónur fyrir hvert heyrnartæki.

 

Við bjóðum fólk velkomið að koma og fá upplýsingar um úrval tækja, kosti og verð.

 

Sjá nánar frétt Velferðarráðuneytis um nýja reglugerð um greiðsluþátttöku í heyrnartækjum: http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/35299

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline